Matvæli

Matvælaeftirlit:

Hvaða fyrirtæki?
Vatnsveitur, kjötvinnslur, bakarí, garðyrkjustöðvar, ísgerð, kartöfluvinnslur og önnur framleiðslufyrirtæki, matvöruverslanir, sjoppur, veitingastaðir/skyndibitastaðir, hótel, mötuneyti, ferðaþjónusta með mat, skólar, dvalarheimili, sjúkrahús, flutningaaðilar ofl.

Lög og reglugerðir
Um er að ræða eftirlit með fyrirtækjum sem falla undir lög um matvæli nr. 93/1995, að undanskildum þeim sem falla undir eftirlit Matvælastofnunar. Heilbrigðiseftirliti ber að kanna hvort fyrirtækin fara eftir ákvæðum laga og reglugerða. Helstu reglugerðir um matvæli s.s. um hollustuhætti við framleiðslu og dreifinu matvæla, reglugerð um merkingar , reglugerð um íblöndun bætiefna, reglugerð um matvælasnertiefni (umbúðir), reglugerð um matvæli úr dýraríkinu

Á heimasíðu Matvælastofnunar er að finna fræðslu um matvæli sjá slóð hér

Innra eftirlit

Matvælafyrirtæki þurfa að rækja innra eftirlit, allt eftir umfangi og stærð. Kröfur um innra eftirlit einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka, má nálgast hér

Umfang
Á árinu 2017  var fjöldi skilgreindra matvælafyrirtækja á svæðinu 400 talsins.