Umsóknir um starfsleyfi vegna mengandi starfsemi

Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hefur borist eftirtaldar umsóknir um starfsleyfi sbr. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. Tillögur að starfsleyfum verða auglýstar opinberlega jafnóðum og þær liggja fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin.

  • HS Veitur ehf. vegna varmadælustöð að Hlíðarvegi 4, 900 Vestmannaeyjum
  • Villt og alið ehf. vegna kjötvinnslu og verslunar með matvæli að Þingskálum 4, 850 Hellu
  • Pizzavagninn ehf. vegna kjötvinnslu að Tvísteinabraut 2, Skeiða- og Gnúpverjaheppi, 801 Selfoss
  • Sorpstöð Rangárvallasýslu vegna gámastöðvar við enda Langasands, 850 Hellu
  • Sorpstöð Rangárvallasýslu vegna gámastöðvar við Landvegamót, 851 Hellu
  • Sorpstöð Rangárvallasýslu vegna gámastöðvar við Ormsvöll, 860 Hvolsvelli
  • Mýrdalshreppur vegna gámasvæðis að Smiðjuvegi 12, 870 Vík
  • Skeiða- og Gnúpverjahreppur vegna móttökustaðar sorps, gámavallar í Brautarholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 801 Selfoss
  • Skeiða- og Gnúpverjahreppur vegna móttökustaðar sorps, gámavallar í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 801 Selfoss
  • Icelandbus all kind of bus. ehf. vegna viðgerðaraðstöðu eigin véla að Eyravegi 51, 800 Selfossi