Almennar kröfur til matvælavagna, sölubása og aðra færanlega starfsemi

Undir færanlega matvælastarfsemi falla matsöluvagnar, önnur sölustarfsemi með matvæli á hjólum, sölubásar með matvæli og matvælamarkaðir. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur samþykkt almenn skilyrði fyrir færanlega matvælastarfsemi og má finna þau hér til hægri á þessari vefsíðu undir „tengd skjöl“.

Starfsleyfi

Færanleg matvælastarfsemi er starfsleyfisskyld hjá Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga.  Ef rekstraraðili hefur lögheimili í lögsagnarumdæmi á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þarf hann að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands – sjá slóð hér

Í umsókn um starfsleyfi þarf að gera ítarlega grein fyrir starfseminni, m.a. hvaða matvæli á að bjóða upp á, lagerhúsnæði, matvælaöryggiskerfi o.fl. Sjá nánar í almennum skilyrðum fyrir viðkomandi starfsemi („tengd skjöl“).

Tengd skjöl:
Matsöluvagnar
Almennt
Sölubásar