Loftgæðamælingar - skýrslur um brennisteinsvetnismælingar

Gögn úr loftgæðamælum í Norðlingaholti, Hveragerði og Hellisheiði eru tekin saman í skýrslur fjórum sinnum á ári með skýringum skv. reglugerð nr. 514/2010 með breytingu í reglugerð nr. 715/2014 um kröfur er varða styrk  brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

Með sama hætti eru tekin saman gögn í skýrslur fjórum sinnum á ári úr mæligögnum frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun en þær mælingar lúta annarri reglugerð þar sem þar er um að ræða iðnaðarsvæði þar sem fólk hefst ekki við að staðaldri. (reglugerð nr. 390/2009 um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum). Mæligögn eru sýnileg almenningi á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins hér til hliðar.

Sjá má niðurstöður loftgæðamælinga hér til hliðar á síðunni ásamt slóð á ofangreindar skýrslur.