Neysluvatn á Hellu er nú öruggt

Uppfærð frétt 8. mars 2018

Mengun varð  í dreifikerfi neysluvatns á Hellu um miðjan febrúar. Fljótlega kom í ljós að leki sem var komist fyrir og hefur nægileg útskolun orðið þannig að nú er vatnið öruggt til neyslu. Hægt er að sjá nýjustu niðurstöður á hlekk ofar á síðunni sem heitir Neysluvatn.

Gamla fréttin uppfærð 24. febrúar:

Staðfest hefur verið með örverumælingum að yfirborðsvatn hefur komist í dreifikerfi á Hellu hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps – Helluveitu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni af  neysluvatni vatnsveitunnar. Samkvæmt niðurstöðum hefur komið í ljós mengun í dreifikerfi veitunnar á Hellu og er  um að ræða saurkólí-bakteríur, sem gjarnan fylgja yfirborðsmengun.

Samkvæmt ákvæðum neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001 ber að tilkynna slíkt til notenda og jafnframt meta líkur hvort heilsu manna stafi hætta af. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn.

Fyrri sýnatökur á vegum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafa ávallt sýnt fram á mjög góð gæði neysluvatns vatnsveitunnar, og munu starfsmenn  vatnsveitunnar, í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, vinna að endurheimtingu neysluvatnsgæða og verða notendur upplýstir um gæði vatnsins jafnóðum og nýjar upplýsingar berast.