Röng birting á mælingum brennisteinsvetnis.

Þann 22. september sl. voru loftgæðamælar í Hveragerði, Norðlingaholti, Hellisheiði og Nesjavöllum stilltir til þess að geta mælt mögulega mengun frá Holuhrauni.

Við þessa breytingu fóru mælarnir að birta  mælingar brennisteinsvetnis sem heildarmælingu fyrir H2S og SO2. Því hefur birting mælinga fyrir brennisteinsvetni verið ómarktæk frá þessari dagsetningu.

Unnið er að því að lagfæra mælanna og koma á réttri framsetningu fyrir brennisteinsvetni en nauðsynlegt er að kvarða mælana aftur vegna þessa. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vonar að það taki skamman tíma svo upplýsingarnar séu réttar fyrir notendur þeirra. Munum við upplýsa á heimasíðunni hvenær stillingum mælana lýkur.