150. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn miðvikudaginn 22. maí 2013, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi, fundarsal MS

Mætt: Gunnar Þorkelsson formaður, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Valur Bogason (gegnum fjarfundabúnað), Páll Stefánsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi
Fyrirtæki og áhættumat – upplýsingar af verkfundi
1. • Skeiða- og Gnúpverjahreppur vegna félagsheimilisins Árness – br. á starfsemi
Áhættumat lítil(3),12 ár DII, Ísat nr. 55.40.0.5 – samkomusalir með fullbúnu eldhúsi, 55.51.0.1 –
i. mötuneyti með fullbúnu eldhúsi og 92.61.0.4 – íþróttahús lítil
2. • Hendur í höfn – breyting á starfsemi og sótt um leyfi fyrir kaffihús
Áhættumar lítið(0), 12 ár dII, ísat nr. 55.40.0.0 – kaffhús, smurt brauð og 92.34.0.2 –
i. menningar- og afþreyingarstarfsemi
3. • Fræðslunet Suðurlands – flytur í nýtt húsnæði og sameinast Fjölmennt
i. o Áhættumat lítið(3), 12 ár dII, ísat nr. 80.75.9.0 önnur fullorðinsfræðsla og ótalin fræðsla
4. • Eldhúsið – flutningur á starfsemi Matur og Músík ehf úr Gagnheiði að Tryggvagötu 40
• Áhættumat flokkur 8 (10 klst/ár), 12 ár dII, ísat nr. 55.30.1.2 – matsölustaðir, miðlungs, 50-100 sæti og
i. 55.52.0.1 – sala á tilbúnum mat, lítil.
5. • Kaktus restaurant – sömu aðilar voru áður með sushi framleiðslu í Hveragerði, flytja í húsnæði sem áður var Hrói höttur
i. o Áhættumat flokkur 8 (6 klst/ár), 12 ár dII, ísat nr. 55.30.1.1 – matsölustaðir, litlir 6. • Welcome Hotel Lambafell – sömu rekstaraðilar eru einnig með Edinborg.
i. o Áhættumat lítið, 12 ár dII, ísat nr. 55.11.0.1 – hótel með veitingasölu, lítið 17-49 gestir.
7. • Geysir green gesthouse – gististaður með einfaldri gistingu – ný starfsemi.
i. o Áhættumat lítið, 12 ár dIi, ísat nr. 55.12.0.1 – gistiheimili án veitinga, lítið
8. • Vatnsveita Gunnarsholti – nýtt vatnsból tekið í notkun og breyting á ísat flokkun
i. o Áhættumat flokkur 8 (1 klst/ár), 12 ár fII, ísat nr. 41.00.0.7 – vatnsveita 9. • Sólning – sameining Sólningar og Dekkjalagersins að Austurvegi 52, Selfossi
i. o Áhættumat lítið, 12 ár dII, ísat nr. 50.20.0.1 – Bifreiða- og vélaverkstæði, dekkjaverkstæði, lítil
10. • Vatnsból Búlandi – nýr rekstaraðili endurnýjun
i. o Áhættumat flokkur 8 (1 klst/ár), 12 ár fII, ísat nr. 41.00.0.8 – einkavatnsból
11. • Sveitabragginn – nýr rekstaraðili endurnýjun
i. o Áhættumat flokkur 8 (1 klst/ár), 12 ár dII, ísat nr. 52.62.0.0 – markaðir
12. • Guesthouse Fagrilundur – var áður Kaffi klettur, Reykholti og hefur verið breytt í heimagistingu
i. o Áhættumat lítið, 12 ár dII, ísat nr. 55.12.0.1 – gistiheimili án veitinga, lítið (heima/bændagisting)allt að 16 gestir
13. • Veitingahús Borgarvirki – breyting á starfsemi og markaði bætt við
Áhættumat lítið flokkur 8 (6 klst/ár), 12 ár dII, ísat nr. 55.30.1.3 – matsölustaðir, stórir og 52.62.0.0 –
i. markaðir, sölumarkaðir tímabundið.
14. • ION hotel – stækkun hótels að Nesjavöllum þar sem áður var Hótel Hengill
i. o Áhættumat flokkur 3 (14 klst/ár)
15. • Svarti Haukur ehf. – vörumerking og dreifing á Lúpínuseyði
i. o Áhættumat flokkur 8 (3 klst/ár), 12 ár dII, ísat nr. 51.39.0.1 – heildverslun með matvæli og drykkjarvöru, lítil
16. • Dagfinnur ehf. – framleiðsla á matvörum í verktöku fyrir aðra lögaðila í Matarsmiðjunni á Flúðum
i. o Áhættumat flokkur 8 (3 klst/ár), 12 ár dII, ísat nr. 15.86.0.1 – áhættu- og umfangslítil matvælaframleiðsla
17. • Lindarvörur sf – framleiðsla á vítamínbættum drykkjum í plastflöskur
i. o Áhættumar flokkur 8 (3 klst/ár), 12 ár dII, ísat nr. 15.98.0.1 – framleiðsla drykkja, lítil
18. • MS Vélar og stálsmiðja – ný kennitala á sama stað.
i. Áhættumat lítið12 ár dII, ísat nr. 50.20.0.1 – Bifreiða- og vélaverkstæði, dekkjaverkstæði, lítil
19. • Viska –fræðslumiðstöð – fullorðinsfræðsla
i. o Áhættumat lítil,12 ár fII, Ísat nr. 80.42.9.0 – fullorðinsfræðsla
20. • Jötunn Vélar –fóður og sáðvörur, efnavörur vanmerktar
Áhættumat lítið, cII, 12 ár Ísat nr. 52.49.9.1 – vélar og tækjasölur, 52.49.9.2 –
1. varahlutaverslun, ekki bílar, 52.49.1.0 – gæludýraverslun, almenn starfsleyfisskilyrði, verlsun með merkingaskyldar efnavörur,
21. • Svandís Kandís – brjóstsykursgerð, flytja í nýtt húsnæði.
i. o Áhættumat 20 stig – lítil áhætta, eII, 12 ár, Ísat nr. 15.86.0.1
22. • Vatnsveita Haukadalsöldu
i. o Áhættumat 1klst/pr ár, lítil áhætta, fII, 12 ár, ÍSat nr. 41.00.0.7
23. • Bakkelsi ehf. – endurnýjun (Kökugerð HP þorlakshöfn)
i. o Áhættumat 4klst, lítil, dII, 12 ár , Ísat nr. 52.24.0.2 – afgreiðsla á brauð og kökum, með vinnslu
       Starfsleyfisumsóknir samþykktar í samræmi við áhættumat.

b) Tóbakssöluleyfi
1.  Frón – 101 Heimur ehf. 800 Selfoss  – Nýtt leyfi
2.  Kaupás hf. v/Kjarval, Þorlákshöfn 815 Þorlákshöfn  – Endurnýjun
3.  HJ 13 ehf. v/ferðaþjónustu í Úthlíð, 801 Selfoss  –  Nýtt leyfi
4.  Kaupás hf. v/ Krónan Selfossi, 800 Selfoss –  Endurnýjun
      Lagt fram til kynningar.

2. Yfirlit.
a) Gangur eftirlits.
Lagt fram til upplýsinga yfirlit reglubundins eftirlits frá síðasta fundi ásamt málaskrá.
b) Rekstur frá 1. jan til 1. maí.
Lagður fram til upplýsinga, rekstarreikningur HES frá áramótum.

3. Húsasmiðjan – Blómaval, Selfossi.
Lagt fram bréf  HES, dags. 13. maí sl. sem eftirfylgni vegna merkinga á efnavöru í verslun. Afgreiðsla HES staðfest.

4. Austurmörk 20 – Stöðvun starfsemi.
Lagt fram bréf HES, dags. 8. apríl sl. þar sem fram koma aðgerðir vegna ólögmætrar framleiðslu matvæla og greint frá innköllun á vörunni Svarti Haukur og Bræðingur.
Afgreiðsla HES staðfest.

5. Ný efnalög.
Lagt fram bréf Umhverfis- og Auðlindaráðuneytis, dags. 6. maí sl. þar sem vakin er athygli á breyttu hlutverki heilbrigðisnefnda vegna laganna. – Til upplýsinga.

6. Reglugerð nr. 514/2010 um brennisteinsvetni í andrúmslofti.
Lagt fram bréf Umhverfis- og Auðlindaráðuneytis, dags. 23. apríl sl. þar sem fram kemur afgreiðsla ráðherra á beiðni stýrirhóps um brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum um frest á hertum ákvæðum í reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. – Til upplýsinga.

7. Drög að skýrslu stýrihóps um endurskoðun laga nr. 7/1998.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá vinnu stýrihóps um endurskoðun laga nr. 7/1998 en hún á sæti í hópnum sem fulltrúi samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. Elsa fór jafnframt yfir drögin og greinargerð SHÍ sem lögð hefur verið fram vegna málsins.
Almennar umræður urðu um málið og framtíðarfyrirkomulag opinbers eftirlits.
Eftirfarandi bókað:
,, Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur að hagkvæmni í eftirliti, skilvirkni, og þekking sé meginstyrkur heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Þekking á nærumhverfinu er mikilvæg og er því eftirlitinu best fyrir komið hjá sveitarfélögunum og telur nefndin núverandi fyrirkomulag ekki til þess fallið að draga úr trúverðugleika heilbrigðiseftirlitsins. Sjálfstæði heilbrigðisnefnda er tryggt með lögum og því telur nefndin að gagnrýni er varðar eftirlit með starfsemi í eigu sveitarfélaga, eigi ekki við rök að styðjast.
Styrkur heilbrigðiseftirlits liggur í nálægðinni, gegnsærri stjórnsýslu og hagkvæmni sem samsvarar þörfum íbúanna á hverjum stað.
Ekki hefur verið sýnt fram á að annað eftirlit sé ódýrara, skilvirkara eða faglega betra og því telur Heilbrigðisnefnd Suðurlands ekki ástæðu til breytinga á núverandi fyrirkomulagi.

8. Drög að reglugerð um eldishús loðdýra.
Lögð fram til upplýsinga, umsögn HES um drög að reglugerð um eldishús loðdýra.

9. Önnur mál úr eftirliti.
a) Orkugerðin – Förgun ehf.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 7. maí sl. og varðar eftirlit með fyrirtækinu. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi Flóahrepps til fyrirtækisins og varðar ólykt.
b) Matvælaeftirlit HES – samantekt til MAST.
     Lagt fram til upplýsinga samantekt HES á matvælaeftirliti síðastliðins árs.

10. Önnur mál.
a) Innri mál
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir sumarfríi starfsmanna og ráðningu sumarafleysingamanns. Í fjarveru framkvæmdastjóra mun formaður Heilbrigðisnefndar sinna einstökum málefnum, ef þurfa þykir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.45.

Gunnar Þorkelsson, form.

Svanborg Egilsdóttir

Páll Stefánsson
Pétur Skarphéðinsson

Unnsteinn Eggertsson

Elsa Ingjaldsdóttir
Valur Bogason

Guðmundur Geir Gunnarsson