146. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn föstudaginn 23. nóvember 2012, kl. 13.30 að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.

Mætt: Gunnar Þorkelsson formaður, Svanborg Egilsdóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Unnsteinn Eggertsson, Valur Bogason, Páll Stefánsson, Pétur Skarphéðinsson, Elsa Ingjaldsdóttir og Rut Áslaugsdóttir.

 

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

Nr

Heiti

Póstnúmar

Starfsleyfi

1

Hveragerðisbær v/ Hamarshöllin 810 Hveragerði Nýtt leyfi

2

Vinasetrið ehf. 816 Ölfus Nýtt leyfi

3

Leikskólinn Sóli – Hjallastefnan ehf. 900 Vestmannaeyjar Eigendaskipti

4

Bílaverkstæðið Rauðalæk 851 Hella Endurnýjun

5

Bílaréttingar Kristjáns 800 Selfoss Nýtt leyfi

6

Tjaldsvæðið Reykholti – Kjartan Jóhannsson 801 Selfoss Eigendaskipti

7

Húsið – Kjartan Jóhannsson 801 Selfoss Eigendaskipti

8

Café María – Brandur ehf. 902 Vestmannaeyjar Breyting á leyfi

9

Gæludýraverslunin Kakadú sf. 900 Vestmannaeyjar Breyting á húsnæði/flutt

10

Nýja þvottahúsið 860 Hvolsvollur Endurnýjun

11

Eyrarfiskur ehf. 825 Stokkseyri Endurnýjun

12

Fjölmennt/Fræðslunet Suðurlands 802 Selfoss Nýtt leyfi

13

Crossfit Hengill 810 Hveragerði Nýtt leyfi

14

Rangárþing ytra v/ fráveitu 850 Hella Nýtt leyfi

15

Ískorn 845 Flúðir Skilyrt leyfi

16

Vatnsveita Árnesi 801 Selfoss Endurnýjun

17

Garðyrkjustöðin Kvistar 801 Selfoss Nýtt leyfi

18

Súperbygg-vatnsveita (Vatnsveita Syðri Brú) 801 Selfoss Nýtt leyfi

19

Íslenska gámafélagið v/sorphirðu, flutn og umhleðsu Vm. 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

20

Kubbur 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

21

Hópbílar hf. 800 Selfoss Nýtt leyfi

 

Samþykkt að setja starfsleyfisumsókn nr.14 og 20 í auglýsingu. V/umsóknar nr. 19 er beðið eftir svari frá byggingarfulltrúa varðandi staðfestingu á að fyrirhuguð starfsemi sé á skilgreindu iðnaðarsvæði. Starfsmönnum falið að afgreiða umsókn um leið og staðfesting þess efnis berst.

Aðrar starfsleyfisumsóknir samþykktar auk þess sem afgreiðsla starfmanna er varðar áhættumat og þarfagreiningu fyrirtækjanna er staðfest.

 2)      Tóbakssöluleyfi

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Stopp Grill Pizza – T.B.I ehf. 800 Selfoss Endurnýjun

2

Shellskálinn  – Bugnir ehf. 825 Stokkseyri Endurnýjun

Lagt fram til kynningar

 

 3)      Gjaldskrár sveitarfélaga.

a)      Hrunamannahreppur v/gjaldskráar fyrir fráveitu og v/gjaldskráar fyrir sorphirðu.  Afgreiðsla HES staðfest.

b)     Flóahreppur v/gjaldskráar fyrir sorphirðu.    Afgreiðsla HES staðfest

 

 4)      Yfirlit eftirlits.

Lagt fram yfirlit yfir reglubundið eftirlit frá síðasta fundi.

Fram kom að þó nokkuð er eftir að eftirliti þessa árs og er keppst við að ljúka sem mestu. Framkvæmdastjóri greindi  frá því að nauðsynleg forgangsröðun verkefna mun hafa áhrif á eftirlitsáætlun ársins og ljóst að starfsmenn HES ná ekki að tæma verkefnalistann sinn fyrir áramót.

 

 5)      Netpartar – staða mála.

Lagt fram afrit af bréfi Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 12. nóvember sl., stílað á Guðrúnu S. Thorsteinsson.  Framkvæmdastjóri gerði jafnframt grein fyrir málinu og er umræðu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

  

6)      HES – mál úr eftirliti.

a)      Litli Jón ehf.

Lagt fram bréf HES til fyrirtækisins, dags. 19. nóvember sl. er varðar eftirlit með fyrirtækinu.

Heilbrigðisnefnd felur starfmönnum að fylgja málinu eftir.

b)     Skaftárhreppur v/Klausturhóla.

       Lagt fram bréf HES til fyrirtækisins, dags. 15. október sl. er varðar eftirlit með fyrirtækinu.

Heilbrigðisnefnd felur starfmönnum að fylgja málinu eftir.

c)      Sveitarfélagið Árborg v/Leikskólans Jötunheima.

Lagt fram bréf HES til fyrirtækisins, dags. 15. nóvember sl. er varðar eftirlit með fyrirtækinu.

Heilbrigðisnefnd felur starfmönnum að fylgja málinu eftir.

d)     Mýrdalshreppur v/grunnskóla og leikskóla.

Lagt fram bréf HES til fyrirtækisins, dags. 8. nóvember sl. er varðar eftirlit með fyrirtækinu.

Heilbrigðisnefnd felur starfmönnum að fylgja málinu eftir.

e)      Mýrdalshreppur v/Leikskála, félagsheimili.

Lagt fram bréf HES til fyrirtækisins, dags. 7. nóvember sl. er varðar eftirlit með fyrirtækinu.

Heilbrigðisnefnd felur starfmönnum að fylgja málinu eftir.

 

2)      HES – önnur mál.

a)      Fráveita Hvolsvallar.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 12. nóvember 2012 ásamt greinargerð um fráveitumál á Hvolsvelli

b)     Fráveita Hveragerðis.

Lögð fram til upplýsinga greinargerð HES, dags. 30. maí um fráveitumál í Hveragerði

c)      Fráveita Hellu.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 2. nóvember 2012 ásamt greinargerð um fráveitumál á Hvolsvelli.

d)     Fráveita Þorlákshafnar.

Lögð fram til upplýsinga greinargerð HES, dags. 15. október 2012 um fráveitumál í Þorlákshöfn.

e)      Hótel Hengill – ný starfsemi.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 1. nóvember varðandi fráveitumannvirki Hótels Hengils. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu.

f)       Fontana – gufubaðið Laugarvatni.

Lagt fram erindi frá Auðlinda- og umhverfisráðuneyti, dags. 17. október sl. þar sem óskað er eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands um  undanþágu á yfirfleytirennum,

Jafnframt lagt fram erindi Laugarvatns – Fontana, dags. 15. nóvember sl. um heimild til að sleppa hreinsibúnaði (klór og hringrásarkerfi) í fyrirhugaðan pott með jarðhitavatni.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að svara ráðuneytinu í samræmi við umræðu fundarins en nefndin tekur ekki afstöðu til tæknilegra útfærslna svo framarlega sem baðvatnið er í lagi.

Hvað varðar beiðni Laugarvatns- Fontana um jarðvarmalaug tekur nefndin jákvætt í erindið en leggur áherslu á að baðvatnið í umræddum tveimur laugum uppfylli á hverjum tíma ákvæði um hreinleika baðvatnsins.

g)      Orkuveita Reykjavíkur – eftirlit og úrbætur.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 16. október sl. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein málinu en forsvarmenn fyrirtækisins hafa óskað eftir því að fá að kynna úrbætur fyrir Heilbrigðisnefnd Suðurlands.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að boða OR á fund nefndarinnar.

h)     Uppsögn á framsalssamningi við MAST.

Lagt fram til upplýsinga. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu en uppsögn samningsins mun hafa lítið áhrif á störf HES.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

 

Gunnar Þorkelsson, form.                 

Svanborg Egilsdóttir             

Páll Stefánsson

Pétur Skarphéðinsson                       

Unnsteinn Eggertsson           

Guðmundur Geir Gunnarsson

Valur Bogason                                  

Elsa Ingjaldsdóttir                

Rut Áslaugsdóttir