144. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn miðvikudaginn 26. september 2012, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi

Mætt: Gunnar Þorkelsson formaður, Svanborg Egilsdóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Unnsteinn Eggertsson, Páll Stefánsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Valur Bogason boðaði forföll og ekki náðist í varamann hans.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
Nr Heiti                                                                                  Póstnúmar                           Starfsleyfi
1 Hlölla bátar/Hlöllatrukkurinn – Vöruþjónustan ehf. 800 Selfoss                         Endurnýjun
2 Húsasmiðjan ehf., Vestmannaeyjum                             900 Vestmannaeyjar       Br. á húsnæði
3 Bu.is ehf.                                                                              861 Hvolsvöllur               Endurnýjun
4 Gisting Galtalæk II                                                            851 Hella                            Endurnýjun
5 Snyrtistofan Gló (í Hótel Örk)                                        810 Hveragerði                  Nýtt leyfi
6 Vatnsból Steinsholti I, Skeiða- og Gnúpverjahr.         801 Selfoss                         Endurnýjun
7 Dröfn snyrtistofa                                                               900 Vestmannaeyjar        Nýtt leyfi
8 Nuddstofa Sonju                                                                900 Vestmannaeyjar        Nýtt leyfi
Allar starfleyfisumsóknir samþykktar en umsóknir nr. 7 og 8 samþykktar með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu skipulags- og byggingafulltrúa og úttekt HES.

2) Tóbakssöluleyfi.
Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Skálinn – Fjölvir 815 Þorlákshöfn endurnýjun
Lagt fram til upplýsinga

3) Yfirlit eftirlits.
Lagt fram til upplýsinga yfirlit reglubundins eftirlits frá 23. maí sl.

4) Orkuveita Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar.
Lagt fram minnisblað OR, dags. 18. september sl. þar sem koma fram tillögur að endurbótum v/yfirfalls i Sleggju. Jafnframt farið yfir tvö bréf frá OR bæði dags. 17. ágúst sl., sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar. Jafnframt lagðir fram minnispunktar frá fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands með OR þann 19. nóvember sl.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir þá tímabundnu lausn að veita vatnsaffalli frá Sleggju um jöfnunartank og þaðan í svelgholur, annað hvort á borstæði HN-9 eða hjá HN-11 og HN-14. Verkinu skal lokið fyrir 15. nóvember n.k og skal frágangur við jöfnunartank, lagnir að og frá honum anna vatnsmagninu.
Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að árétta sjónarmið nefndarinnar varðandi úrbætur sbr. eftirlit HES þann 19. september sl. Lögð er áhersla á bætta umgengi, frágang/lagfæringu borstæða og enga losun affalsvatns á yfirborð.

5) Drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir árið 2013.
Lagðar fram tvær tillögur að fjárhagsáætlun sem báðar gera ráð fyrir almennri 5% hækkun og er tillaga að hækkun gjaldskrár sú sama.
Tillaga A og B eru að öllu leyti eins nema í tillögu B er gert ráð fyrir breytingum á þjónustukaupum frá SASS og HES sinni þeim verkefnum sjálft.
Miklar umræður urðu um báðar tillögurnar og ljóst að báðar þeirra hafa ákveðna kosti er varðar starfsemi HES. Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur þó ekki ástæðu til frekari breytinga að sinni og samþykkir að vísa tillögu A til afgreiðslu aðalfundar.

Jafnframt lögð fram tillaga að 4,4% hækkun á tímagjaldi og 5.1% á sýnatökugjaldi. Almenn hækkun eftirlitsgjalda því á bilinu 4.4 – 5 %.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að vísa gjaldskrárbreytingunni til aðalfundar HES.

6) Ársskýrsla 2013 og önnur aðalfundargögn.
Farið yfir ársskýrslu 2012 og gerði framkvæmdastjóri grein fyrir helstu atriðum hennar.
Jafnframt lögð fram tillaga að breytingum á samþykktum HES í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum og varðar ákvæði um úrsögn úr byggðasamlagi.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að vísa bæði framlagðri ársskýrslu og tillögu að breytingum á samþykkt til afgreiðslu aðalfundar.
Farið yfir drög að dagskrá ársþingsins og urðu almennar umræður um fyrirkomulag þingsins.

7) HES – mál úr eftirliti.
a) Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar.
Lagt fram bréf HES, dags. 3. ágúst sl. – framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu.
b) Hrunamannahreppur v/sundlaugar.
Lagt fram bréf HES, dags. 24. júlí sl. – framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu.
c) Hótel Geysir v/sundlaugar.
Lagt fram bréf HES, dags. 28. ágúst sl. þar sem fyrirtækinu er tilkynnt um fyrirhugaða veitingu áminningu og lokunar á sundlaug vegna skorts á laugargæslu. Engar athugasemdir/upplýsingar hafa borist frá fyrirtækinu sbr. fresti í ofannefndu bréfi.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir afgreiðslu HES og felur framkvæmdastjóra að vinna frekar að málinu í samræmi við innihald bréfsins.
d) Ferðaþjónustan Úthlíð v/sundlaugar.
Lagt fram bréf HES, dags. 4. júlí sl. – framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu en frestur til úrbóta var framlengdur.
e) Salernishús Gaddstaðaflötum.
Lögð fram drög að bréfi HES er varðar salernisaðstöðu á Gaddstaðaflötum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir drögin og felur starfsmönnum að ganga frá málinu.
f) Krónan Selfossi.
Lögð fram tvö bréf HES, dags. 11. júní og 17. september sl. þar sem fram kemur tímafrestur sem fyrirtækið hefur til úrbóta
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir, að liðnum fresti, í samræmi við fyrri bréf HES.
g) Laugarvatn-Fontana.
Lagt fram bréf HES, dags. 6. júlí sl. – framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu en úrbótaáætlun barst frá fyrirtækinu 29. júlí sl. – Til upplýsinga.
h) Kirkjubæjarskóli.
Lagt fram bréf HES, dags.18. september sl. – framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur starfmönnum að fylgja málinu eftir sbr. innihald bréfsins.
i) Leikskólinn Kæribær.
Lagt fram bréf HES, dags. 18. september sl. – framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur starfmönnum að fylgja málinu eftir sbr. innihald bréfsins.
j) Leikskólinn Álfheimar.
Lagt fram bréf HES, dags. 17. september sl. þar sem ítrekaðar eru kröfur um úrbætur og tilkynning um fyrirhugaða beitingu þvingunarúrræða þar sem til stendur að loka leikskólanum ef ekki er orðið við kröfum HES.
Framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur starfmönnum að fylgja málinu eftir sbr. innihald bréfsins.

8) HES- önnur mál.
a) Breytingar á loftgæðamælum OR.
Framkvæmdastjóri sýndi nefndarmönnum nýja birtingu mæligagna frá loftgæðamælistöðvum OR. Kom fram að málið hefði dregist óheyrilega lengi en birting gagnanna til almennings yrði á allra næstu dögum.
b) Þjórsárdalslaug v/leyfislausrar starfsemi.
Lagt fram minnisblað HES sem er samantekt yfir upplýsingar/samskipti milli forsvarsmanna Þjórsárdalslaugar og HES í ljósi upplýsinga um rekstur laugarinnar í sumar. Nefndin fór einnig yfir ítargögn í málinu.
Í ljósi þess að fyrir lá ítrekuð afstaða HES um starfsleyfisskyldu og úttekt áður en starfsemi hæfist og villandi upplýsingar frá forsvarsmönnum laugarinnar er lagt til að málið verði kært til Lögreglu vegna brota á starfsleyfisskyldu.
c) Kvartanir Stokkseyri – Anna Kristín Pétursdóttir.
Lagður fram tölvupóstur frá Önnu Kristínu Pétursdóttur, dags. 12. júlí sl. þar sem fram kemur óánægja með afgreiðslu HES varðandi starfsemi að Eyrarbraut 29, Stokkseyri.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að svara bréfinu.
d) Veggjalús.
Framkvæmdastjóri fór almennt yfir málið en fjöldi tilfella þar sem veggjalús finnst er alltaf að aukast.
Eftirfarandi bókað:
„Í ljósi þess hversu hvimleið lúsin er og hversu gististaðir eru útsettir fyrir smiti er ítrekuð skylda meindýraeyða um skýrslugjöf til viðkomandi heilbrigðiseftirlits eftir hvert unnið verk. Skulu meindýraeyðar sem starfa á svæði HES skilyrðislaust skila inn umræddum upplýsingum til HES svo hægt sé að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn.
Það skiptir alla miklu máli að vel til takist að útrýma/fækka veggjalúsinni jafnt fyrir ferðamenn og almenning.
Skilaform fyrir skýrslu meindýraeyða er að finna á heimasíðu HES.“

Starfsmönnum falið að senda starfandi meindýraeyðum ofangreinda bókun og ganga á eftir því að þeir skili inn tilsettum gögnum.

Næsti fundur nefndarinnar ákveðinn 17. október n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30

Gunnar Þorkelsson, form.

Svanborg Egilsdóttir

Páll Stefánsson
Pétur Skarphéðinsson

Unnsteinn Eggertsson

Guðmundur Geir Gunnarsson
Elsa Ingjaldsdóttir