Birting mælinga frá loftgæðamælum.

Nú loksins eru farnar að birtast að nýju beinar mælingar frá loftgæðamælistöðvum í Hveragerði, Hellisheiði og Norðlingaholti. Vinnu við breytt viðmót er þó ekki að fullu lokið og eru notendur beðnir velvirðingar á því. Þessar mælingar eru óyfirfarnar og geta þannig sýnt skekkju þegar tækin eru kvörðuð, sbr. tölur frá stöðinni í Hveragerði kringum 20. september sl. Jafnframt er villa í birtingu SO2 mælinganna.

Þó svo vinnu við breytingar á viðmóti sé ekki lokið er lögð áhersla á að geta birt mælingarnar. Það er þó von okkar að frekari vinna við mælisíðuna komi ekki til með að trufla birtingu gagnanna. Eftir er að bæta við valmöguleika fyrir notendur um ákveðin tímabil eða dagssetningar. Eins og staðan er nú er einungis hægt að skoða gögn sl. 7 daga.