137. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

haldinn föstudaginn

9. desember 2011, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi

 

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson, Valur Bogason (gegnum fjarfundabúnað)  og Elsa Ingjaldsdóttir.

 

Formaður seti fund og bauð gesti frá Orkuveitu Reykjavíkur, þau Hólmfríði Sigurðardóttur, umhverfisstjóra, og Einar Gunnlaugsson, yfirmann auðlinda- og rannsóknasviðs, velkomna.

 

1)      Orkuveita Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar.

Fulltrúar fyrirtækisins fóru yfir málefni Orkuveitunnar á Hellisheiði vegna vinnu HES við endurskoðun starfsleyfis virkjunarinnar.

Einar fór m.a. yfir almenn atriði eins og staðhætti, staðsetningu og fyrirkomulag virkjunarinnar. Gerði jafnframt grein fyrir niðurdælingu, neyðarlosun, dýpt hola, jarðfræði og vöktun.

Hólmfríður fór m.a. yfir dreifingu H2S frá virkjun og tengsl við reglugerðarákvæði. Fór jafnframt yfir mismunandi kröfur íslensku reglugerðarinnar og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og hvaða þýðingu hinar ólíku kröfur þýða fyrir starfsemi OR.

Auk þess var einnig farið yfir sambærilega hluti er varða Nesjavallavirkjun.

Að endingu svöruðu þau fyrirspurnum nefndarmanna og spunnust almennar umræður um málið.

Þakkaði formaður Hólmfríði og Einari fyrir upplýsandi erindi og fyrir komuna. Véku þau síðan af fundi.

Ákveðið var að bíða með afgreiðslu á endurskoðun starfsleyfis meðan nefndin aflaði sér frekari upplýsinga enda starfsleyfi fyrir virkjuninni í fullu gildi.

 

2)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Ökuland ehf – ökuskóli – Gagnheiði 70 800 Selfoss Ný starfsemi

2

Snyrtistofan Eva ehf 800 Selfoss Ný starfsemi

3

Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf. 880 Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun

4

Grænmetispökkun Suðurlands ehf. 851 Hella Endurnýjun

5

Sumarhús Fjalli  2 – Valdimar Bjarnason 800 Selfoss Ný starfsemi

6

Árborg v/Sandvíkursalurinn 800 Selfoss Br. á húsnæði

7

Hagkaup 104 Selfoss Ný starfsemi

8

Hótel Hengill – Rekstrarfélagið Skeggi ehf. 201 Kópavogur Endurnýjun

9

Oddfellow,húsfélag 900 Vestmannaeyjar Endurnýjun

10

Ferðafélag Ísl.v/Landmannalaug 108 Reykjavík-8 Endurnýjun

11

Snyrtistofan Myrra ehf 800 Selfoss Br. á húsnæði

12

KB hár ehf 815 Þorlákshöfn Ný starfsemi

13

Lifandi Hús 800 Selfoss Ný starfsemi

14

Danssport 800 Selfoss Br. á starfsemi

Starfsleyfisumsóknir frá 1-10 samþykktar án athugasemda. Starfsleyfisumsókn nr. 11 samþykkt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingafulltrúa og starfsleyfisumsóknir nr. 12-14 samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

 

3)      Mál úr eftirliti.

a)      Árborg v/leiksvæða.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 23. nóvember sl. er varðar úttekt á opnum leiksvæðum í sveitarfélaginu Árborg.

Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu.  

 

b)      Árborg v/leikskóla.

Lagt fram bréf HES, dags. 2. desember sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls og mögulega beitingu þvingunarúrræða.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir afgreiðslu HES á ofannefndu bréfi og felur starfsmönnum HES að fylgja málinu eftir.

 

c)      Reykhúsið Útey – Til upplýsinga.

Framkvæmdastjóri greindi frá innköllun á taðreyktum silungi v/listeríu.

 

d)      Kjörís – Til upplýsinga

Framkvæmdastjóri greindi frá innköllun og endurmerkingu á nokkrum vörum vegna vanmerkingar, þar sem vantaði að gera grein fyrir sojalesitíni í innihaldslýsingu.

 

e)      Þykkvabæjar – Til upplýsinga.

Framkvæmdastjóri greindi frá innköllun og endurmerkingu á vöru vegna vanmerkinga þar sem vantaði að gera grein fyrir hveiti í innihaldslýsingu.

 

f)       Örn ehf.

Lagt fram bréf HES, dags. 8. desember sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls vegna vangoldinna eftirlitsgjalda.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir afgreiðslu HES á ofannefndu bréfi og felur starfsmönnum HES að fylgja málinu eftir.

 

g)      Fasteignafélagið Bær.

Lagt fram bréf HES, dags. 8. desember sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls vegna vangoldinna eftirlitsgjalda.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir afgreiðslu HES á ofannefndu bréfi og felur starfsmönnum HES að fylgja málinu eftir.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30

 

Gunnar Þorkelsson, form.                    Páll Stefánsson                        Pétur Skarphéðinsson

Svanborg Egilsdóttir                            Unnsteinn Eggertsson               Guðm. Geir Gunnarss.

Valur Bogason                                    Elsa Ingjaldsdóttir