131. fundur Heilbrigðisnefndr Suðurlands

haldinn föstudaginn 14. janúar 2011, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Unnsteinn Eggertsson, Valur Bogason (í gegnum fjarfundabúnað), Svanborg Egilsdóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a)      Ný og endurnýjuð

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Sambýlið Breiðabólsstaður slf 801 Selfoss Ný starfsemi
2 Hjúkrunar- og dvalarh. Klausturhólar 880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Endurnýjun
3 Skaftárhreppur v/Gámastöðvar 880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Ný starfsemi
4 Laugalandsskóli, Sundlaug/Skóli/Íþróttahús 851 HELLA Endurnýjun
5 Bíl-X ehf. 810 HVERAGERÐI Endurnýjun
6 Gröfutækni ehf 845 Flúðir Endurnýjun
7 Límtré Vírnet ehf – Reykholti 801 Selfoss Endurnýjun
8 Límtré Vírnet ehf. Flúðum 845 Flúðir Endurnýjun
9 Svínabú Bjarnastöðum -Stjörnugrís hf 801 Selfoss Endurnýjun
10 Svínabú Sléttabóli-Stjörnugrís 801 Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurnýjun
11 Vatnsveita Rangárþing eystra  – Árgilsstaðaveita 860 Hvolsvöllur Ný starfsemi
12 Skeljungur hf v/Þorlákshöfn 108 REYKJAVÍK-8 Endurnýjun
13 Vatnsból Eystra-Hraun ehf 880 Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun
14 Vatnsból Ytri-Ásum, Skaftárhreppi 880 Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun
15 Vatnsveita Hrunamannahreppi 845 FLÚÐIR Endurnýjun
16 Vatnsveita Heklubyggð, vélar og veita ehf 851 HELLA Endurnýjun
17 Vatnsveita Rangárþing eystra – Skógum 860 HVOLSVÖLLUR Endurnýjun
18 Vatnsveita Rangárþing eystra / Hvolsvallar 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
19 Vatnsveita Rangárþing eystra / V-Landeyja, Tunguveita 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
20 Vinnslustöðin hf – fiskvinnsla 900 VESTMANNAEYJAR Endurnýjun
21 Öndverðanes ehf v/ sundlaug Öndverðanesi 105 Reykjavík Endurnýjun
22 Lyf og heilsa, Hellu 850 HELLA Endurnýjun
23 Smáhýsi 900 VESTMANNAEYJAR Endurnýjun
24 Vélaverkstæðið Klakkur ehf 845 FLÚÐIR Endurnýjun
25 Eyjaís ehf 900 VESTMANNAEYJAR Endurnýjun
26 Grímsnes- og Grafn v/Leiksk. Kátaborg 801 SELFOSS Endurnýjun
27 Kumbaravogur ehf 825 STOKKSEYRI Endurnýjun
28 N1 hf. þjónustustöð v/ Árborg Árnesi 801 Selfoss Endurnýjun
29 N1 hf. þjónustustöð v/ Básaskersbryggju 900 VESTMANNAEYJAR Endurnýjun
30 N1 hf. þjónustustöð v/ Brautarhóli, Bisk. 801 Selfoss Endurnýjun
31 N1 hf. þjónustustöð v/ Flúðir 845 Flúðir Endurnýjun
32 N1 hf. þjónustustöð v/ Fossnesti 800 Selfoss Endurnýjun
33 N1 hf. þjónustustöð v/ Geysis 801 Selfoss Endurnýjun
34 N1 hf. þjónustustöð v/ Hlíðarenda 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
35 N1 hf. þjónustustöð v/ Hveragerði 810 HVERAGERÐI Endurnýjun
36 N1 hf. þjónustustöð v/ Kirkjubæjarklaustur 880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Endurnýjun
37 N1 hf. þjónustustöð v/ Laugarvatn 840 LAUGARVATN Endurnýjun
38 N1 hf. þjónustustöð v/ Leirubakki 851 HELLA Endurnýjun
39 N1 hf. þjónustustöð v/ Steina 861 Hvolsvöllur Endurnýjun
40 Kjörís ehf 810 Hveragerði Endurnýjun
41 Hótel Laki,  Efri Vík 880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Endurnýjun
42 Hús og stigar ehf -Trésmiðjan Steinahlíð 845 FLÚÐIR Endurnýjun
43 Kaupás hf v/Krónunnar Vm.Stran 110 REYKJAVÍK-5 Endurnýjun
44 Kornmarkaður Suðurlands ehf 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
45 Nýjó ehf 851 Hella Endurnýjun
46 Pakkhúsið Hellu ehf 850 Hella Endurnýjun
47 Árborg v/Íþróttahús Stokkseyri 825 STOKKSEYRI Endurnýjun
48 Árborg v/Staður Eyrabakka 820 EYRARBAKKI Endurnýjun
49 Árborg v/Sundhöll Selfoss 800 SELFOSS Endurnýjun
50 Árborg v/Sundlaug Stokkseyrar 825 STOKKSEYRI Endurnýjun
51 Kiwanisklúbburinn Ölver 815 ÞORLÁKSHÖFN Endurnýjun
52 Snyrtistofa Ólafar 800 SELFOSS Endurnýjun
53 Flóahreppur v/ Félagsheimilið Þingborg 801 Selfoss Endurnýjun
54 Hótel Hvolsvöllur – Hörganes ehf 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
55 Veróna hársnyrtistofa ehf 800 Selfoss Endurnýjun
56 Kaupás hf v/Kjarval Hellu 850 HELLA Endurnýjun
57 Kaupás hf v/Kjarval Hvolsvelli 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
58 Ölfus v/ Leikskólinn Bergheimar 815 ÞORLÁKSHÖFN Endurnýjun
59 Ölfus Versalir , samkomusalur 815 ÞORLÁKSHÖFN Endurnýjun
60 Menntaskólinn að Laugarvatni 840 LAUGARVATN Endurnýjun
61 Árborg v/Þjónustumiðst.aldraðra 800 SELFOSS Endurnýjun
62 Netpartar ehf 801 Selfoss Endurnýjun
63 Vatnsból Fit, Eyjafjöllunum 861 Hvolsvöllur Ný starfsemi
64 Grímur kokkur ehf 900 VESTMANNAEYJAR Endurnýjun
65 Kumbaravogur ehf 825 STOKKSEYRI Endurnýjun
66 ÍSTAK v/Búðarhálsvirkjunar 801 Selfoss Ný starfsemi

Öll starfleyfin samþykkt án athugasemda.

b)     Tóbakssöluleyfi

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Kaupás hf. v/Krónan, Strandg.VM 900 Vestmannaeyjar Endurnýjun
2 N1 hf. þjónustustöð v/ Fossnesti 860 Hvlolsvöllur Endurnýjun
3 N1 hf. þjónustustöð v/ Hlíðarenda 800 Selfoss Endurnýjun
4 N1 hf. þjónustustöð v/ Hveragerði 810 Hveragerði Endurnýjun

Lagt fram til upplýsinga

2)      Gjaldskrár sveitarfélaga

a)      Grímsnes- og Grafningshreppur – gjaldskrá fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru – Afgreiðsla HES staðfest

b)     Grímsnes- og Grafningshreppur – gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs– Afgreiðsla HES staðfest

c)      Árborg- gjaldskrá fyrir sorphirðu – Afgreiðsla HES staðfest

d)     Árborg- gjaldskrá um kattahald– Afgreiðsla HES staðfest

e)      Árborg – gjaldskrá um hundahald– Afgreiðsla HES staðfest

f)       Rangárþing eystra- gjaldskrá vegna sorphirðu – Afgreiðsla HES staðfest

g)      Hrunamannahreppur – gjaldskrá fyrir fráveitur– Afgreiðsla HES staðfest

h)     Hrunamannahreppur – gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs– Afgreiðsla HES staðfest

i)        Skeiða- og Gnúpverjahreppur – gjaldskrá fyrir sorphirðu, sorpeyðingu og seyrulosun– Afgreiðsla HES staðfest

j)       Bláskógabyggð – gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa– Afgreiðsla HES staðfest

k)     Bláskógabyggð – gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs– Afgreiðsla HES staðfest

l)        Vestmannaeyjabær- gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs– Afgreiðsla HES staðfest

Heilbrigðisnefnd Suðurlands heimilar HES afgreiðslu umsagna vegna samþykkta og gjaldskráa sveitarfélaga enda staðfesti nefndin afgreiðsluna á næstu fundi nefndarinnar.

3)      Yfirlit 2009

a)      Rekstaryfirlit frá 2010

Lagt fram óyfirfarið rekstraryfirlit ársins 2010. Samkvæmt rekstrareikningi er gert ráð fyrir að niðurstaða fjárhagsáætlunar HES standist að mestu. Munar þar þó helst um tæplega 5 milljón króna framlag ríkisins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og áhrif þess á starfsemi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

b)     Tölfræðileg samantekt vegna eftirlits ársins 2010 –

Lögð fram til upplýsinga tölfræðileg samantekt niðurstaðna vegna sýnatöku ársins 2010 og samanburður milli ára.

4)      Eftirlitsáætlun fyrir árið 2011

a)      Heildaráætlun heilbrigðiseftirlits – Lögð fram til upplýsinga eftirlitsáætlun ársins 2011 og skipting áætlunar á starfsmenn

b)     Áætlun matvælaeftirlits vegna 2011 – Lögð fram til upplýsinga samantekt vegna matvælaeftirlits fyrir árið 2011

5)      Mál úr eftirliti

a)      Hótel Rangá – tilkynning um meðferð máls – lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 30. nóvember sl.

b)     Hótel Selfoss- tilkynning um meðferð máls – Lögð fram til upplýsinga tvö bréf HES dags. 22. og 30. desember sl.

c)      Töfragarðurinn – tilkynning um meðferð máls – lagt fram bréf HES dags. 22. desember sl. Afgreiðsla HES staðfest.

 

6)      Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis til handa Netpörtum ehf. – Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 23. desember sl. ásamt stjórnsýslukæru með fylgigögnum, frá Guðrúnu Thorsteinsson og Símoni Ólafssyni vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Suðurlands um útgáfu starfsleyfis til handa Netpörtum ehf. Ennfremur lögð fram drög að svar nefndarinnar.

Samþykkt að senda framlögð drög sem svar nefndarinnar við kærunni.

7)      Loftgæði – Lagt fram til upplýsinga afrit af bréfi Umhverfisstofnunar dags. 22. desember sl., um beiðni til ráðuneytisins um fjárframlag til að kaupa annan svifryksmæli til að staðsetja undir Eyjafjöllum

Heilbrigðisnefnd Suðurlands tekur undir beiðni Umhverfisstofnunar og telur áhugavert að geta fylgst með mælingum á svifryki í kjölfar eldgossins í  Eyjafjallajökli.         

8)      Sorpbrennslustöðvar á svæði HES

Farið var yfir málefni sorpbrennslustöðva á svæði Heilbrigðisnefndar Suðurlands í ljósi upplýsinga sem nefndinni bárust nýlega.

Almennar umræður urðu um málið og eftirfarandi bókað:

,,Á svæði Heilbrigðisnefndar Suðurlands starfa tvær sorpbrennslur, á Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum, með starfsleyfi og undir eftirliti Umhverfisstofnunar. Nú hefur komið fram að díoxínmæling sem gerð var árið 2007 sýndi styrk efnisins langt yfir núgildandi viðmiðunarmörkum nýrra sorpbrennslustöðva.

Samkvæmt markmiðum þeirra laga sem heilbrigðisnefndir sveitarfélaga starfa eftir ber að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Til að svo megi vera er nauðsynlegt að upplýsingar er snerta almannheill berist viðkomandi nefndum. Upplýsingar um mælingar á magni díoxíns í útblæstri sorpbrennslustöðva í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri bárust fyrst til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands mánudaginn 3. janúar sl. Heilbrigðisnefnd Suðurlands harmar að jafnmikilvægar upplýsingar hafi ekki verið kynntar nefndinni strax og upplýsingum komið skilmerkilega á framfæri við íbúa í nágrenni umræddra stöðva.

Vill Heilbrigðisnefnd Suðurlands beina þeim eindregnu tilmælum til Umhverfisstofnunar  að fylgja málum þannig eftir að nú þegar verði lágmörkuð hætta á myndun díoxíns í útblæstri. Ennfremur vill Heilbrigðisnefnd Suðurlands beina sömu tilmælum til viðkomandi sveitarfélaga að bregðast nú þegar við til að tryggja lágmörkun á myndun díoxíns td. með frekari flokkun úrgangs til brennslu og hærri eftirbruna.

Hvetur nefndin þessa aðila, sveitarfélögin og Umhverfisstofnun, til að taka höndum saman varðandi málið með hagsmuni almennings, heilnæmra lífsskilyrða og alls lífríkis.

Að lokum beinir Heilbrigðisnefnd Suðurlands þeim eindregnu tilmælum til Umhverfisstofnunar og umræddra sveitarfélaga að flýta nýrri sýnatöku eins og kostur er í ljósi breyttra aðstæðna á þessum brennslustöðvum.“

 

9)      Húsnæðismál

Formaður greindi frá fundi fyrr um morguninn er varðar sameiginlegt húsnæði fyrir heilbrigðiseftirlit, stofnanir á Austurvegi 56 og aðrar stofnanir á vegum sveitarfélaga á Suðurlandi í Sandvíkurskóla á Selfossi. Málið kynnt.

 

10)  Starfsmannamál  

Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðum breytingum í starfsmannamálum. Málið kynnt.

Fleira ekki gert og fundi slítið kl. 15.00

Gunnar Þorkelsson                Unnsteinn Eggertsson                        Páll Stefánsson

form.

Valur Bogason                       Svanborg Egilsdóttir              Guðmundur Geir Gunnarsson

Pétur Skarphéðinsson             Elsa Ingjaldsdóttir