Mikið öskufok

Mikið öskufok

Mikið öskufok

Mikið öskufok hefur verið á Suðurlandi í dag og er ástandið sérstaklega slæmt á svæðinu vestur af Eyjafjallajökli. Mælirinn á Hvolsvelli sýndi 30 mínútugildi kl. 15.00 í dag  1233 míkrógrömm´á rúmmetra, á Heimalandi mældist 970 og í Vík mældist 579 klukkustundargildi (PM10) 
Gera má ráð fyrir slæmu viðvarandi ástandi meðan veður helst óbreytt. Eftirfarandi texti er skrifaður af af vakthafandi veðurfræðingi í dag kl. 16:18 og tekin af www.vedur.is ”Á S- og SV-landi má búast við öskufjúki í dag og á morgun og mun styrkur svifryks sennilega fara yfir heilsuverndarmörk. Á sunnudag er útlit fyrir hægviðri á landinu og ætti þá að draga úr fokinu."

Íbúum svæðisins er ráðlagt að fylgjast með mælingum á svifryki (hér til hægri á síðunni) á mælum næst heimilum  sínum en einnig má fylgjast með mælingum á svifryki í Reykjavík á sömu slóð og Hvolsvallarmælirinn er á. eins er hægt að skoða mælingar á svifryki á Hvaleyrarholti, Hafnarfirði, á slóðinni www.heilbrigdiseftirlit.is og smella á ”loftgæðastöð Hvaleyrarholti".
Mikið álag er hins vegar vefslóð mælistöðvarinnar á Hvolsvelli og því getur reynst erfitt að ná tengingu við hana. Hægt er einnig að reyna nálgast mælingarnar gegnum vefslóðina www.loft.ust.is
Þar sem mæligildi á svifryki á verstu svæðum á Suðurlandi eru almennt há eru  ítrekuð tilmæli til fólks að halda sin innan dyra við þessar aðstæður. Ef nauðsynlegt er að fara úr húsi er ráðlagt að nota rykgrímu og þétt hlífðargleraugu. Rétt er einnig að benda á að sömu hagnýtu ráðin gilda nú (sjá eldri frétt neðar á síðunni)  eins og um öskufall sé að ræða.