127. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

127. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 2. júní 2010, kl. 15.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Viktor Pálsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Ragnhildur Hjartardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson boðuðu forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Sorpstöð Suðurlands v/söfnunarstöðvar að Víkurheiði 4, Selfossi.

Lagðar fram innsendar athugasemdir vegna auglýstra starfsleyfiskilyrða fyrir söfnunarstöð Sorpstöðvar Suðurlands að Víkurheiði 4, Selfossi.

Athugasemdir bárust frá Flugklúbbi Selfoss, Kristjáni Einarssyni/Brynhildi Geirsdóttur og Maríu Hauksdóttur, f.h. heimilisfólks í Geirakoti.

Ennfremur lögð fram bókun bæjarstjórar Árborgar, dags. 12. maí sl. um málið. Formaður fór yfir umræðu á kynningarfundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands 28. maí sl. sem haldin var skv. beiðni Bæjarstjórnar Árborgar auk þess sem lagðir voru fram minnispunktar frá fundinum.

Eftirfarandi bókað:

„Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir útgáfu starfsleyfis til handa Sorpstöð Suðurlands vegna söfnunarstöðvar að Víkurheiði 4, Selfossi ásamt auglýstum starfsleyfisskilyrðum, með breytingu á orðalagi í fyrirsögn skilyrða og grein 2.2.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur að rekstaraðili hafi tryggt, sbr. upplýsingar um vinnufyrirkomulag sem fram kom á kynningarfundi 28. maí sl., að komið verði í veg fyrir fok frá starfseminni.

Varðandi athugasemdir um mögulega fjölgun vargfugls telur nefndin að ákvæði greinar 3.12 í starfsleyfisskilyrðum sé nógu skýrt.“

Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við umræðu á fundi.

b) Netpartar ehf., Byggðarhorni, Árborg.

Lögð fram starfsleyfisumsókn fyrir Netparta ehf., að Byggðarhorni, Árborg ásamt drögum að starfsleyfisskilyrðum til auglýsingar, staðfestingu sveitarfélagsins er varðar samræmi við skipulag og byggingaleyfi undir starfsemina.

Auk þess lagt fram bréf, móttekið í tölvupósti 20. maí sl., frá Guðrúnu Thorsteinsson og Símoni Ólafssyni með athugasemdum um starfsemi Netparta ehf.

Gerði framkvæmdastjóri frekari grein fyrir málinu og lagði fram bréf HES, dags. 26. maí sl. um afgreiðslu bráðabirgðastarfsleyfis.

Samþykkt að auglýsa starfsleyfisskilyrði fyrir Netparta ehf. að Byggðarhorni.

Mun ákvörðun um endanlega útgáfu starfsleyfis verða tekin eftir lögbundin auglýsingatíma.

c) Önnur starfsleyfi

 

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Gisting Lóurima 5

800 Selfoss

ný starfsemi

2

Sumardraumur ehf., orlofsdvöl f. fatlaða

801 Selfoss

ný starfsemi

3

Gallery Gónhóll – Sól og Blíða ehf.

815 Eyrarbakki

eigendaskipti

4

Vegagerðin v/vinnubúða hjá Iðu

801 Selfoss

ný starfsemi

5

Sögusetrið – Atgeir ehf.

860 Hvolsvöllur

endurnýjun

6

Vatnsból Brekkum III, Mýrdalshreppi

871 Vík

eigendaskipti

7

Fótaaðgerðastofa Margrétar & Hildar

800 Selfoss

br. á húsnæði

8

Bændamarkaður Laugarvatni

840 Laugarvatn

ný starfsemi

9

Bændamarkaður Flúðum

845 Flúðir

eigendaskipti

10

Dyrhólaveita

871 Vík

endurnýjun

11

Vatnsból Holti, Álftaveri

880 Kirkjub. klaustur

endurnýjun

12

Vatnsból Keldum

851 Hellu

endurnýjun

13

Fagradalsbleikja

871 Vík

endurnýjun

14

Hreinsistöð fráveitu, Laugarvatni

801 Selfoss

endurnýjun

15

Ystiklettur

900 Vestm.eyjar

endurnýjun

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 1 með fyrirvara um jákvæða úttekt og nr. 14 og 15 frestað þar til eftir auglýsingaferli.

2) Mál úr eftirliti.

a) Kökugerð HP.

Lagt fram til upplýsinga bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 27. maí sl. er varðar merkingar á matvæli

b) Fiskmark.

Lagðir fram minnispunktar/framkvæmdaáætlun, undirskrifaðir af Hallgrími Sigurðssyni varðandi úrbætur á athugasemdum HES.

Eftirfarandi bókað:

„Í haust rennur út starfsleyfi Fiskmarks. Við endurskoðun þess verður tekið tillit til reynslu á frekari mengunarvarnarbúnaði, svokölluðum þvottaturnum, með auknar samræmdar kröfur í huga.“

3) Starfsmannamál, tilhögun sumarleyfa ofl.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir tilhögun sumarleyfa og sumarafleysinga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.05

Jón Ó. Vilhjálmsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Viktor Pálsson
Elsa Ingjaldsdóttir