126. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

126. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 12. maí 2010, kl. 15.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Viktor Pálsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Pétur Skarphéðinsson, Elsa Ingjaldsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.Ragnhildur Hjartardóttir boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Ný og endurnýjuð

 

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Gistiheimilið Reyni – Ólafur Steinar Björnsson

871 Vík

ný starfsemi

2

Líkamsræktarstöðin ehf. – Hressó

900 Vestmannaeyjar

endurnýjun

3

Selið á Stokkalæk ehf

851 Hella

eigendaskipti

4

Hlölla Bátar

800 Selfoss

endurnýjun

5

Hlölli ehf. – lager og færanlegur vagn

800 Selfoss

ný starfsemi

6

Durinn ehf. – Plastvinnsla

801 Selfoss

eigendaskipti

7

Tjaldsvæðið Laugagerði, Laugarási

801 Selfoss

endurnýjun

8

Dvalarheimilið Sólvellir, heimili aldraðra

820 Eyrarbakki

endurnýjun

9

Heilbrigðisstofnunin Selfossi

800 Selfoss

br. á húsnæði

10

Dalbær III – Klettholt ehf

845 Flúðir

endurnýjun

11

Hafið Bláa veitingastaður/Verslunarsambandið Rvk. ehf.

801 Selfoss

eigendaskipti

12

Vatnsból Núpstúni, Hrunamannahreppi

845 Flúðir

endurnýjun

13

Verslunin Borg – Vesturbúð

800 Selfoss

eigendaskipti

14

Hveragerðisbær v/ Hreinsivirki fráveitu

810 Hveragerði

endurnýjun

15

Hveragerðisbær v/ Vatnsveitu

810 Hveragerði

endurnýjun

16

Vatnsból Austurhlíð, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

17

Vatnsból Múla, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

18

Vatnsból Fagurhlíð, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

19

Umhverfisstofnun v/ starfsmannabúða

880 Kirkjubæjarkl.

ný starfsemi

20

Íslandus ehf. v/ ísverslunar, Austurvegi 58

800 Selfoss

ný starfsemi

21

Gallerí Laugarvatn v/heimagistingar og kaffihúss

840 Laugarvatn

ný starfsemi

22

td.Lux ehf. v/ gistingar Skálabrekku

801 Selfoss

ný starfsemi

23

Miðhvoll ehf. v/ gistingar Suður-Hvoli

871 Vík

ný starfsemi

24

Tröllhamar ehf. v/tjaldsvæðis Kirkjubæ II

880 Kirkjubæjarkl.

eigendaskipti

25

S.G. Hús hf. v/ trésmíðaverkstæðis

800 Selfoss

endurnýjun

26

Eldkaffi ehf . v/ skemmti- og veitingastaðar

900 Vestmannaeyjar

br. á húsnæði

27

Eden aldingarður ehf. v/ veitinga og smásölu

810 Hveragerði

eigendaskipti

Öll starfsleyfin samþykkt nema starfsleyfisumsóknir nr.19, 20, 21, 22, 23, 27 eru samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa og umsóknir nr. 21 og 22 eru samþykktar með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingafulltrúa.

b) tóbakssöluleyfi

Nr

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Verslunin Borg – Vesturbúð

801 Selfoss

eigendaskipti

Lagt fram til kynningar.

2) Eldgos í Eyjafjallajökli.

a) Aðkoma og verkefni HES – farið yfir glærur um efnið á fundinum.

Framkvæmdastjóri fór yfir upplýsingar um vatnsból á svæðinu kringum Eyjafjallajökul og vöktun og einnig vegna vöktunar á svifryki. Starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins hafa vaktað neysluvatn á gossvæðinu. Óttast hefur verið um mengun neysluvatns vegna flúors, en mælingar hafa sýnt fram á að ekki er ástæða til að óttast flúormengun á neysluvatni. Starfsmenn heilbrigðiseftirlits hafa tekið þátt í 11 íbúafundum með Almannavörnum í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Ljóst er að gosið hefur þegar haft mikil áhrif á íbúa og fyrirtæki á svæðinu.

i) Starfshópur á vegum SLR

Settur hefur verið starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins með aðkomu heilbrigðiseftirlitsins.

ii) Stýrihópur um vöktun flúors

Einnig með aðkomu heilbrigðiseftirlits sem er ætlað að einfalda og samræma vöktun vegna flúors í neysluvatni, ösku, yfirborðsvatni ofl.

iii) Mælingar á SO2

Vöktun er á 10 stöðum.

b) Áhrif á önnur verkefni, fjárhag ofl. – sjá lið 3 og nánari upplýsingar lagðar fram á fundinum.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á dagleg störf hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Framkvæmdastjóri óskaði eftir að fá að ráða starfsmann í einfaldari eftirlitsverkefni og verkefni sem tengjast gosinu vegna mikils vinnuálags og þungrar verkefnastöðu.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir samhljóða að ráðið verði í eitt stöðugildi sumarafleysinga.

3) Reglubundið eftirlit.

a) Reglubundið eftirlit og málaskrá

Farið yfir gang reglubundins eftirlits og málaskrá. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir stöðunni og lagði fram frekari upplýsingar á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.05

Jón Ó. Vilhjálmsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Guðmundur Geir Gunnarsson
Viktor Pálsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir