98. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

98. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn

17. apríl 2007, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Viktor Pálsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Gunnar Þorkelsson boðuðu forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Dýralæknaþjónusta Suðurlands

801 Selfoss

Endurnýjun

2

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

3

Gistiheimilið Bitra

801 Selfoss

Endurnýjun

4

Árborg v/ Júdósals, Gagnheiði

800 Selfoss

Endurnýjun

5

Biggabúð

820 Eyrarbakki

Eigendaskipti

6

Eyjatölvur ehf.

900 Vestmannaeyjar

Eigendaskipti

7

Prentmet Suðurlands ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

8

Snyrtistofa Þóru

810 Hveragerði

Eigendaskipti

9

Sumarhúsin að Núpum

801 Selfoss

Eigendaskipti

10

Pizza 67 – Pizza Pro

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

11

Kökugerð HP

800 Selfoss

Endurnýjun

12

Prófasturinn

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

13

Prófasturinn – gisting

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

14

Margull

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

15

Grunnskóli Bláskógabyggðar – Laugarvatni

801 Selfoss

Endurnýjun

16

Grunnskóli Bláskógabyggðar – Reykholti

801 Selfoss

Endurnýjun

17

Vestmannaeyjabær v/Leikskólinn Sóli

900 Vestmannaeyjar

Br.á húsnæði

18

Flúðajörfi ehf.

845 Flúðir

Ný starfsemi

19

Reykás

845 Flúðir

Ný starfsemi

20

Varmalækur

845 Flúðir

Ný starfsemi

21

Garðyrkjustöðin Sunnuhlíð

845 Flúðir

Ný starfsemi

22

Gljúfurbústaðir ehf.

801 Selfoss

Ný starfsemi

23

Hafnarnes Ver hf.

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

24

Vatnsveita Hjallasóknar

801 Selfoss

Ný starfsemi

25

Einar Jónsson

845 Flúðir

Ný starfsemi

26

Bý ehf

845 Flúðir

Ný starfsemi

27

Hveragerðisbær v/Leikskólinn Undraland

810 Hveragerði

Endurnýjun

28

Grímsnes- og Grafningshr v/sundlaugar og íþróttahúss

801 Selfoss

Br.á starfsemi

29

Hitaveita Suðurnesja v/dreifikerfis rafmagns á Árborgarsvæði

800 Selfoss

Eigendaskipti

30

Íslenskt grænmeti ehf

845 Flúðir

Ný starfsemi

31

Gistiheimilið Hvíld

900 Vestmannaeyjar

Br. á starfsemi

32

Grímsnes- og Grafningsh. v/hreinsivirki fráveitu við Borg

801 Selfoss

Ný starfsemi

33

Silfurtún Garðyrkjustöð

845 Flúðir

Ný starfsemi

34

Íslenska Gámafélagið ehf v/Vestmannaeyja

900 Vestmannaeyjar

Eigendaskipti

Öll starfsleyfin samþykkt nema starfsleyfisumsóknir nr. 24, 25, 26 og 32 sem samþykktar eru með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

b) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

Biggabúð

820 Eyrarbakki

Eigendaskipti

Lagt fram til upplýsinga.

2) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

a) Samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð.

Samþykkt án athugasemda.

b) Gjaldskrá fyrir hundahald í Rangárþingi Ytra.

Samþykkt án athugasemda.

3) Gangur eftirlits.

a) Reglubundið eftirlit og málaskrá.

i) Reglubundið eftirlit og málaskrá.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá gangi reglubundins eftirlits, starfmannafundum og málaskrá.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að framkvæmdastjóri leiti eftir starfskrafti í sumarafleysingar.

b) Rekstraryfirlit.

Lagt fram rekstaryfirlit HES frá áramótum. Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir útsendingu eftirlitsgjalda skv. nýrri gjaldskrá og innheimtu þeirra.

4) Undanþágubeiðni Lýsis hf.

Málinu frestað þar til afgreiðsla Umhverfisráðuneytisins liggur fyrir.

5) Bréf Lýsis hf. dags. 21. mars sl. vegna vinnslu á Hafnarskeiði 28.

Lagt fram bréf Lýsis hf., dags. 21. mars sl. þar sem upplýst er um breytingar á mengunarvarnarbúnaði varðandi lýsisvinnsluhluta Lýsis hf.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur árangur við prufukeyrslur og þróun á mengunarvörnum þess eðlis að frekari hráefnisvinnsla fyrirtækisins samræmist núgildandi starfsleyfi sbr. grein 3.9 í skilyrðunum.

6) Kæra Lýsis vegna útgáfu starfsleyfis HES.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 20. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands á kæru Lýsis hf. vegna ákvörðunar nefndarinnar um útgáfu starfsleyfis. Einnig lögð fram drög að svarbréfi HES til Umhverfisráðuneytis. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá bréfinu sbr. niðurstöðu nefndarinnar.

7) Annað

a) Niðurstöður eftirlitsverkefna UST og HES í matvælaeftirliti fyrir árið 2006.

Lögð fram til upplýsinga skýrsla Umhverfissstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um eftirlitsverkefni á matvælasviði árið 2006.

b) Merkingar á Kókómjólk.

Lagt fram til upplýsinga bréf MS, dags. 9. mars sl. ásamt bréfum HES, dags. 16. febrúar og 12. mars sl. Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu.

Guðmundur Geir sat hjá við umræðu málsins.

c) Bréf UST vegna rannsóknavottorða og svar HES.

Lagt fram til upplýsinga bréf Umhverfisstofnunar, dags. 26. febrúar sl. þar sem óskað er eftir umsögn HES á tillögu stofnunarinnar um afhendingu rannsóknarvottorða. Einnig lagt fram til upplýsinga svar HES varðandi málið, dags. 11. apríl sl.

d) Viðbragðsáætlun vegna fuglaflensu.

Lögð fram skrá til upplýsinga um matvælabirgja á viðbúnaðarstigi inflúensufaraldrar. Auk þess greindi Elsa frá fundi vegna viðbúnarstigs fuglaflensu.

e) Höllin.

Lagt fram bréf UMHVR, dags. 22. mars sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi Höllina. Einnig lögð fram drög að svarbréfi HES til ráðuneytisins. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu í samræmi við vilja nefndarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.50

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Ari Thorarensen

Pétur Skarpéðinsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Viktor Pálsson

Elsa Ingjaldsdóttir