94. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

94. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn

12. desember 2006, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Viktor Pálsson,  Guðjón Ægir Sigurjónsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Sigurður Örn Þorleifsson, Umhverfisstofnun, sat undir 1. lið á dagskrá.

Formaður bauð nýjan nefndarmann, Guðjón Ægi Sigurjónsson, velkominn í Heilbrigðisnefnd Suðurlands.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Lýsi – Lögð fram auglýst starfsleyfisskilyrði með breytingum. Sigurður Örn fór yfir einstaka liði í skilyrðunum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita fyrirtækinu starfsleyfi á grundvelli fyrirliggjandi starfsleyfisskilyrða og veita frest til 1. febrúar 2007 til að uppfylla ákvæði greinar 3.6 er varðar uppsetningu þvottaturna, í skilyrðinum.

b) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Kjörís hf

810 Hveragerði

Endurnýjun

2

Bílaþjónustan Hellu

850 Hella

Endurnýjun

3

Dvalarheimili, Hjallatún

870 Vík

Endurnýjun

4

Snyrtistofa Ólafar

800 Selfoss

Endurnýjun

5

Flóahreppur/ Félagsheimilið Þingborg

801 Selfoss

Br. á starfsemi

6

Fjölbrautaskóli Suðurlands

800 Selfoss

Endurnýjun

7

Kiwanisklúbburinn Ölver

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

8

Hárgreiðslustofa Ingibjargar

820 Eyrarbakka

Endurnýjun

9

Karakter ehf – Ísmynd

810 Hveragerði

Eigendaskipti

10

Hársnyrtistofan Veróna

800 Selfoss

Endurnýjun

11

Kjarnholt ehf.

801 Selfoss

Endurnýjun

12

Skaftárskáli – E. Guðmundsson ehf.

880 Kirkjub.klaustur

Eigendaskipti

13

JÁVERK

800 Selfoss

Endurnýjun

14

Nýjó ehf.

851 Hella

Nýtt starfsleyfi

15

Árborg/ Sundlaugin Stokkseyri

825 Stokkseyri

Endurnýjun

16

Kumbaravogur ehf.

825 Stokkseyri

Endurnýjun

17

Kornmarkaður Suðurlands ehf

861 Hvolsvöllur

Nýtt starfsleyfi

18

Skógrækt ríkisins v/tjaldsvæðis Sandártungum

801 Selfoss

Endurnýjun

19

Fóðurstöð Suðurlands

800 Selfoss

Endurnýjun

20

Rangárþing Ytra/ Grunnskólinn Hellu

850 Hella

Endurnýjun

21

Rangárþing Ytra/ Félagsmiðstöðin Hellu

850 Hella

Endurnýjun

22

Rangárþing Ytra/ Fjölnotahús Þykkvabæ

850 Hella

Endurnýjun

23

Ferðafélag Íslands, Hvanngili

108 Reykjavík

Endurnýjun

24

Orkuveita Reykjavíkur/ Mötuneyti og starfsmannahús

110 Reykjavík

Nýtt starfsleyfi

25

Vestmannaeyjabær/ Leikskólinn v. Ásaveg

900 Vestmannaeyjar

Nýtt starfsleyfi

26

Feyging ehf

815 Þorlákshöfn

Nýtt starfsleyfi

27

Selfossbíó ehf

800 Selfoss

Eigendaskipti

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 24, 25 og 26 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

c) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

1

Karakter ehf – Ísmynd

810 Hveragerði

Eigendaskipti

2

E. Guðmundsson ehf.

880 Kirkjubæjarklaustri

Eigendaskipti

Til upplýsinga.

2) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

a) Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu Árborg.

Samþykkt án athugasemda.

b) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í sveitarfélaginu Árborg.

Samþykkt án athugasemda.

c) Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum.

Samþykkt án athugasemda.

3) Gangur eftirlits.

a) Rekstraryfirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir rekstraryfirlit Heilbrigðiseftirlitsins til 1. desember sl.

b) Reglubundið eftirlit og málaskrá.

i) Reglubundið eftirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá reglubundu eftirliti frá síðast fundi nefndarinnar og fór yfir málaskrá starfsmanna.

4) Flugvöllur Selfoss – Frekari svör frá Flugklúbbi Selfoss hafa ekki borist varðandi viðbótarupplýsingar við starfsleyfisumsókn. Málinu frestað þar til umsóknaraðilar skila inn umbeðnum gögnum.

5) Höllin – Engar upplýsingar hafa borist frá forsvarsmönnum Hallarinnar- HBB vegna brota á þvingunaraðgerðum HES við fyrirtækið sbr. bréf HES dags.

9. nóvember sl.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar að opnunartími fyrirtækisins er einungis til 01.00 á hverju kvöldi og beinir þeim eindregnu tilmælum til Sýslumannsins í Vestmannaeyjum að taka tillit til þessa. Starfsemi sem fram fer eftir kl. 01.00 er alfarið á ábyrgð viðkomandi leyfisveitenda.

6) Samræming starfsleyfa – Lagt fram samræmt form að útliti og texta starfsleyfa allra heilbrigðiseftirlitssvæða í samræmi við ákvörðun á aðalfundi SHÍ. Með samræmingunni er ma. verið að lengja gildistíma allra starfsleyfa í 12 ár.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að samræma útlit, gildistíma ofl. samkvæmt framlögðum gögnum.

7) Hverahlíð og Ölkelduháls – Lögð fram afrit af bréf Skipulagsstofnunnar dags.

4. desember sl., til Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fallist er á tillögur Orkuveitu Reykjavíkur að matsáætlun fyrir virkjunum í Hverahlíð og Ölkelduhálssvæði, með viðbótum. Til upplýsinga.

8) Annað.

a) Breytingar á rgl. nr 785/1999 – Lögð fram breyting á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun þar sem undanþága frá leyfum er veitt vegna lítilla brenna og flugeldasýningina.

b) Virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu – Lagt fram til upplýsinga fyrirspurn um matsskyldu framkvæmda vegna fyrirhugaðrar virkjunar fyrir allt að 2.5 MW í Hverfisfljóti við Hnútu. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlit Suðurlands svara erindinu.

c) Fulltrúi atvinnurekenda í heilbrigðisnefnd – Lagt fram bréf frá ATORKU, dags. 11. desember sl. þar sem tilnefndir eru Guðmundur Geir Gunnarsson sem aðalmaður og Guðjón Ægir Sigurjónsson sem varamaður.

d) Loftgæði starfsmanna í vinnubúðum – Elsa upplýsti nefndina um verkefni vinnueftirlits ríkisins er varðar starfmenn á virkjansvæði Orkuveitu Reykjavíkur og mögulega mengun í andrúmslofti í vinnuumhverfi þeirra.

e) Viðaukasamningur við starfsmenn – þar sem kjarasamningar starfmanna hafa verið lausir frá 30. nóvember 2004 hefur verið gerður, í samráði við starfsmenn, viðaukasamningur við ráðningasamning starfsmanna sem gildir til 30. nóvember 2008.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson
Viktor Pálsson
Gunnar Þorkelsson
Guðjón Ægir Sigurjónsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Pétur Skarpéðinsson