93. fundur

93. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn

15. nóvember 2006, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Viktor Pálsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Elsa Ingjaldsdóttir og Birgir Þórðarson.

1) Kynning á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.

Ingólfur Hrólfsson og Einar Gunnlaugsson kynntu fyrir nefndinni starfsemi OR í samræmi við bókun nefndarinnar á fundi í september sl.

2) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Lýsi hf. – fyrir þurrkun fiskafurða

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna auglýstra starfsleyfisskilyrða fyrir Lýsi vegna fiskþurrkunar rann út 14. nóvember sl. Efnislegar athugasemdir bárust frá Ásgeiri Ingva Jónssyni með tölvupósti 6. nóvember, en almenn mótmæli í formi fjöldapósts voru 26 tölvuskeyti, samhljóða og sum nafnlaus á tímabilinu 21. september til 8. október. Einnig

2 bréf frá sveitarfélaginu Ölfus, dags. 9. október og 2. nóvember, og skriflegar athugasemdir frá Magnúsi Guðjónssyni mótteknar 10. október sl., tölvupóstur frá Guðbrandi Einarssyni dags. 13. nóvember. Ennfremur barst bréf frá lögmanni Lýsis hf. dags. 10. nóvember sl.

Ofannefnd gögn öll lögð fram á fundinum og farið yfir málið.

Sigurður Örn Guðleifsson lögfræðingur UST sem sat með nefndinni undir þessum lið, gerði grein fyrir lagalegri hlið málsins.

Almennar um ræður urðu um málið.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar með vísun í heimild 26. greinar reglugerðar nr. 785/1999

b) Starfsleyfisdrög fyrir Lýsi vegna lýsisvinnslu.

Lögð fram drög af starfsleyfisskilyrðum fyrir Lýsi hf. vegna lýsisvinnslu. Samþykkt að fara með starfsleyfisskilyrðin í lögbundið auglýsingaferli.

c) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

EET Bílar ehf

810 Hveragerði

Endurnýjun

2

Árborg v/barnsk. Eyrarb

820 Eyrarbakki

Endurnýjun

3

Árborg v/barnsk. Stokkse.

825 Stokkseyri

Endurnýjun

4

Árborg v/Bifröst skólavistun

800 Selfoss

Endurnýjun

5

Árborg v/Vallaskóla, Sandvík

800 Selfoss

Endurnýjun

6

Árborg v/Vallaskóla, Sólvöllum

800 Selfoss

Endurnýjun

7

Set hf

800 Selfoss

Endurnýjun

8

OR. v/Hlíðarveitu – vatnsveitu

801 Selfoss

Nýtt starfsleyfi

9

OR v/Vatnsveitu á Nesjavöllum

801 Selfoss

Nýtt starfsleyfi

10

OR v/Vatnsveitu Hellisheiðarvirkjunar

801 Selfoss

Nýtt starfsleyfi

11

H Sel – Samkaup hf

840 Laugarvatn

Eigendaskipti

12

Íþróttahúsið Borg, Grímsnesi

801 Selfoss

Nýtt starfsleyfi

13

Hótel Hlíð – Örkin Veitingar ehf

801 Selfoss

Eigendaskipti

14

Kaupás hf v/Kjarval Hellu

850 Hella

Endurnýjun

15

Kaupás hf v/Kjarval Hvolsvelli

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

16

Nýjó ehf, Suður – Nýjabæ

851 Hella

Nýtt starfsleyfi

17

Ölfushöllin – Austurhvoll ehf

801 Selfoss

Eigendaskipti

18

Harðason ehf. – Kaffi Hveró (var áður Snúllabar)


Eigendaskipti

19

Smáhýsi

900 Vestm.eyjar

Endurnýjun

20

Blikk ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

21

Blikksmiðja A. Wolfram

810 Hveragerði

Endurnýjun

22

Ferðafélag Ísl.v/Álftavatn

105 Reykjavík

Endurnýjun

23

Ferðafélag Ísl.v/Emstrur

105 Reykjavík

Endurnýjun

24

Ferðafélag Ísl.v/Hlöðuvallaská

105 Reykjavík

Endurnýjun

25

Ferðafélag Ísl.v/Hrafntinnusker

105 Reykjavík

Endurnýjun

26

Ferðafélag Ísl.v/Hvítárnes

105 Reykjavík

Endurnýjun

27

Ferðafélag Ísl.v/Landmannalaug

105 Reykjavík

Endurnýjun

28

Ferðafélag Ísl.v/Nýidalur

105 Reykjavík

Endurnýjun

29

Ferðafélag Ísl.v/Skáli, Langad

105 Reykjavík

Endurnýjun

30

Olíufélagið v/Hlíðarenda

860 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

31

Rang. ytra v/Hellubíó, Félagsheimili

850 Hella

Endurnýjun

32

Flugkl. Selfoss v/ Selfossflugvallar

800 Selfoss

Eigendaskipti

33

Flúðafiskur

845 Flúðir

Endurnýjun

34

Vínbúðin

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

35

Hrunamannahr. v/Vatnsveitu

845 Flúðir

Br. á starfsemi

36

Íþróttamiðstöðin Hellu

850 Hella

Endurnýjun

37

Félagsheimilið Þjórsárver

801 Selfoss

Endurnýjun

38

Pakkhúsið Hellu

850 Hella

Eigendaskipti

39

Vatnsból Snæbýli

880 Kirkjub.kl.

Nýtt starfsleyfi

40

Vatnsból Eystra-Hrauni

880 Kirkjub.kl.

Nýtt starfsleyfi

41

Vatnsból Austurhlíð

880 Kirkjub.kl.

Nýtt starfsleyfi

42

Bú.is

860 Hvolsvöllur

Nýtt starfsleyfi

43

Fiskey ehf.

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

44

Grunnskólinn Hveragerði

810 Hveragerði

Endurnýjun

45

Fóðurstöð Suðurlands

800 Selfoss

Endurnýjun

46

Kornmarkaður Suðurlands

861 Hvolsvöllur

Nýtt starfsleyfi

47

Tattoo stofan ehf.

800 Selfoss

Nýtt starfsleyfi

48

Leikskólinn Hulduheimar, Árborg

800 Selfoss

Nýtt starfsleyfi

47

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhólar

880 Kirkjub.kl.

Endurnýjun

Starfsleyfin samþykkt án athugasemda, en samþykkt að auglýsa starfsleyfi nr. 33 samkvæmt lögbundnu ferli. Starfsleyfi nr. 32 er vísað í 6. lið á dagskrá og afgreiðslu á nr. 17 frestað. Starfsleyfi nr. 45 og 46 samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Landbúnaðarstofnun.

d) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

1

Þjónustustöð Esso

860 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

2

Samkaup Strax

840 Laugarvatn

Eigendaskipti

Til upplýsinga

3) Höllin.

Lögð fram tvö bréf til forsvarsmanna Hallarinnar- HBB ehf. dags. 12. október og

9. nóvember sl. þar sem bent á takmarkanir á opnunartíma fyrirtækisins og óskað eftir skýringum á broti á starfsleyfisskilyrðum sbr. auglýstan dansleik 28. október sl.

4) Samþykktir sveitarfélaga.

a) Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hrunamannahreppi.

Samþykktin samþykkt án athugasemda.

b) Samþykkt um sorpflutninga og sorpeyðingu í Hrunamannahreppi.

Samþykktin samþykkt án athugasemda.

5) Gangur eftirlits.

a) Rekstraryfirlit

Elsa greindi frá rekstaryfirliti og fjárhagsstöðu heilbrigðiseftirlitsins fram til nóvember. Kom fram að rekstarliðir eru á eða undir áætlun og fjárhagsstaða ágæt.

b) Reglubundið eftirlit og málaskrá.

Elsa fór yfir reglubundið eftirlit frá síðasta fundi og málaskrá heilbrigðiseftirlitsins.

i) Reglubundið eftirlit

ii) Málaskrá

c) Þvingunaraðgerðir.

Lögð fram tvö bréf HES til upplýsinga dags. 7. nóvember og 27. október sl. þar sem til skoðunar er að beita þvingunaraðgerðum.

d) Starfsmannamál.

Í sjónmáli er lausn á kjaramálum starfsmanna en samningar hafa verið lausir frá 30. nóvember 2004. Samningaviðræður Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra náttúrufræðinga hafa ekki borið árangur til þessa og er vilji til að HES gangi beint til samninga við Launanefndina.

Frekari afgreiðslu vegna launamála starfsmanna frestað til næsta fundar.

Elsa greindi frá heimsókn Sigrúnar Guðmundsdóttur til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sem lið í samræmingu milli svæða, orlofi starfsmanna og auglýsingu í starf en núgildandi ráðningasamningur Maríu rennur út um áramótin n.k. Ennfremur greindi hún frá fyrirhuguðu heilbrigðisfulltrúaþingi í Helsinki í janúar sem Rut mun sækja.

6) Flugvöllur Selfoss – sbr. lið 1. á daskrá.

Lögð fram umsókn Flugklúbbs Selfoss ásamt drögum af starfsleyfisskilyrðum HES fyrir Flugvöll Selfoss ásamt fylgigögnum. Einnig lögð fram erindi frá Hannesi Stefánssyni og Helgu Jóhannsdóttur, dags. 11. október sl., bréf frá Þóri Vigfússyni, dags. 8. október sl. og bréf frá Hildi Hákonardóttur og Þóri Vigfússyni, dags. 14. október sl. en í erindunum er m.a. kvartað yfir hávaða frá flugvellinum.

Málinu frestað og starfsmönnum falið að leita eftir frekari gögnum og umsókn sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar

7) Hávaðamælingar og svarbréf til Þorkels Húnbogasonar.

Lagt fram bréf Þorkels Húnbogasonar, dags. 18. september sl. ásamt svarbréfi HES,dags. 9. nóvember sl. Einnig lagt fram bréf HES varðandi mælingar á virkni hávaðavaka í skemmtistaðnum Prófastinum, Vm. Lagt fram til upplýsinga.

8) Matvælaeftirlit 2007.

Lagt fram til upplýsinga bréf Umhverfisstofnunar dags. 10. október sl. ásamt fylgigögnum.

9) Bréf Umhverfisstofnunar um eftirlit og samræmingu.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 2. nóvember sl. um leiðbeiningaskyldu UST, bréf UST til Umhverfisráðuneytis, dags. 19. október sl. um tillögur að samræmdu formi starfsleyfa ásamt fylgigögnum, bréf UST til Umhverfisráðuneytis dags. 10. október sl., þar sem reifaðir eru möguleikar á breytingu á reglugerð nr. 941/2002 til einföldunar ásamt fylgigögnum, bréf UST til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 7. nóvember sl. þar sem fram koma upplýsingar um eftirlitsskyld fyrirtæki á vegum UST og eftirlit af þeirra hálfu, bréf UST dags. 7. nóvember sl. þar sem fram kemur starfsleyfisskylda hreystivalla.

Öll bréfin lögð fram til upplýsinga.

10) Umsagnir um skipulag.

Lagður fram listi yfir skipulagstillögur á eftirlitssvæðinu sem eru í umsagnarferli hjá HES eða nýafgreiddar. Til upplýsinga.

11) Annað.

a) Aðalfundur SHÍ.

Jón Vilhjálmsson greindi frá fundi aðalfundi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða sem haldinn var á Egilsstöðum 25. október sl. Fundinn sitja formenn og framkvæmdastjórar allra heilbrigðiseftirlitssvæða.

b) Bréf til ATORKU.

Lagt fram til upplýsinga bréf formanns dags. 31. október sl. þar sem farið er fram á að ATORKA skipi fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Suðurlands samkvæmt lögum nr. 7/1998, 11. grein.

Jón Ó. Vilhjálmsson                        Ragnhildur Hjartardóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson             Viktor Pálsson
Gunnar Þorkelsson                         Guðmundur G. Gunnarsson
Elsa Ingjaldsdóttir                           Pétur Skarpéðinsson