89. fundur Heilbrigðisnefndar, 6. sptember 2006

89. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 6. september, kl. 18.30 að Hótel Örk Hveragerði

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson, Elín Björg Jónsdóttir, Pétur Skarphéðinsson, Elsa Ingjaldsdóttir, Birgir Þórðarson, María Guðnadóttir, Rut Áslaugsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir

Margrét Einarsdóttir og Bergur E. Ágústsson boðuðu forföll.

1. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a. Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Sunnlenska bókakaffið

800 Selfoss

Ný starfsemi

2

Vatnsból Félagsbúið Fagurhlíð, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

3

Vatnsból Herjólfsstöðum, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

4

Verndaður vinnustaður

800 Selfoss

Endurnýjun

5

Bílamálun Agnars hf

800 Selfoss

Endurnýjun

6

Vatnsból Hæli I, Skeiða- og Gnúpverjahr.

801 Selfoss

Ný starfsemi

7

Vatnsból Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahr.

801 Selfoss

Ný starfsemi

8

Vatnsból Skáldabúðum, Skeiða- og Gnúpv.hr.

801 Selfoss

Ný starfsemi

9

Hótel Hvolsvöllur – Hörganes ehf

860 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

10

Reykhúsið Útey

840 Laugarvatn

Endurnýjun

11

Ísplöntur

801 Selfoss

Br.á húsnæði

12

Lanterna (Fagstofan ehf) – tímab. starfsemi

900 Vestm.eyjar

Tímabundið

13

Farfuglaheimilið Fljótsdal

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

14

Ferðaþjónusta Bænda, Seli

801 Selfoss

Endurnýjun

15

Hamrar hf. Plastiðnaður

810 Hveragerði

Endurnýjun

16

Sláturfélag Suðurlands Fossnesi

800 Selfoss

Endurnýjun

17

Vegagerðin Selfossi

800 Selfoss

Endurnýjun

18

Verslunin Borg

801 Selfoss

Endurnýjun

19

Straumhvarf ehf. Drumboddsstöðum

801 Selfoss

Eigendaskipti

20

Leikskólinn Bergheimar

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

21

Sundlaugin Öndverðanesi

801 Selfoss

Endurnýjun

22

Leikskólinn Laugalandi

851 Hella

Endurnýjun

23

Versalir samkomusalur

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

24

Íþróttamiðstöð og sundlaug

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

25

Krás ehf.

800 Selfoss

Endurnýjun

26

Lyf og heilsa

800 Selfoss

Endurnýjun

27

Gistiheimilið Sólbakki

800 Selfoss

Endurnýjun

28

Ferðaþjónustan Austvaðsholti

851 Hella

Endurnýjun

29

Hafnarnes hf.

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

30

Laugalandsskóli sundlaug, íþr.hús

851 Hella

Endurnýjun

31

Efri-Vík, ferðaþjónusta

880 Kirkjubæjarkl.

Endurnýjun

32

Lyf og heilsa

850 Hella

Endurnýjun

33

Orkuveita Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar

801 Selfoss

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin voru samþykkt án athugasemda nema nr. 1 var samþykkt með fyrirvara um jákvæða lokaúttekt heilbrigðisfulltrúa. Starfsleyfi nr. 33 er lagt fram ásamt starfsleyfisskilyrðum sem þarfnast auglýsingar og frests í 4 vikur til að skila inn athugasemdum. Nefndin samþykkir að starfsleyfisskilyrðin fari í lögbundið auglýsingaferli til kynningar.

b. Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang


1

Lanterna

900 Vestm.eyjar

Tímabundið

Lagt fram til kynningar.

2. Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríks Þingvallavatns og drög að verklagsreglum skv. henni

Lögð fram til kynningar reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns ásamt drögum að verklagsreglum um fráveitur.

Eftirfarandi bókað:

”Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur starfsmönnum að leggja fram aðgerðaráætlun skv. 20. grein reglugerðarinnar fyrir næsta fund nefndarinnar.”

3. Einföldun eftirlits og leyfisveitingar ( bréf frá UST ásamt svarbréfum HES og Skýrsla um einföldun gerð fyrir UMHVR).

Lögð fram til upplýsinga 3 bréf frá Umhverfisstofnun dags. 30. júní, 24. og 28. júlí sl. ásamt svarbréfum Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 17. og 29. ágúst sl.

Almennar umræður urðu um mögulega einföldun á eftirliti.

4. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi – Lagt fram til upplýsinga bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 19. júlí sl. varðandi eftirlit við Heilbrigðisstofnun Selfoss.

5. Málefni aðalfundar

Skýrsla framkvæmdastjóra á aðalfundi ofl.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir efnistökum í skýrslu sinni og lagði fram ”handout” úr erindi. Farið yfir atriði á aðalfundi HES á morgun.

6. Málefni Lýsis hf.

Lagt fram bréf Lýsis hf. dags. 9. ágúst sl. varðandi afgreiðslu starfsleyfis.

Inn á fund nefndarinnar kom fyrst bæjarstjóri Ölfuss ásamt oddvita sveitarstjórnar Ölfuss til að skýra sjónarmið sveitarfélagsins; að það sætti sig ekki við að fyrirtækið fái lengri frest en 6 mánuði til að gera úrbætur, þolinmæði íbúanna sé þrotin gagnvart lyktarmengun frá fyrirtækinu. Fyrirtækinu hefur verið úthlutað lóð fyrir starfsemina í Keflavík sem er staðsett nokkru vestan við íbúabyggðina í Þorlákshöfn í júní sl.

Þá komu inn á fundinn forsvarsmenn Lýsis til að skýra sjónarmið sitt. Forsvarsmenn Lýsis dreifðu upplýsingum á prenti varðandi samskipti fyrirtækisins við sveitarfélagið og gerðu grein fyrir þeim. Þá afhentu forsvarsmenn Lýsis upplýsingum um úttekt Rannsóknastofu Fiskiðnaðarins á starfseminni, þar sem engar athugasemdir eru gerðar við hreinsunarbúnað. Fram kom að fyrirtækið þarf átján mánuði til að reisa nýja verksmiðju. Undir þessum lið sat Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur Umhverfisstofnunar, sem lögfræðilegur ráðgjafi nefndarinnar.

Eftirfarandi bókað:

”Eftir að hafa skoðað öll málsatvik og farið yfir gögn málsins varðandi starfsleyfisumsókn Lýsis hf. Í Þorlákshöfn telur Heilbrigðisnefnd Suðurlands lögformlega rétt að veita starfseminni starfsleyfi til 18 mánaða enda verði fyrirtækinu sett ítarleg skilyrði og meðal annars farið fram á að settir verði upp þvottaturnar sem hluti mengunarvarna fiskþurrkunarverksmiðju og önnur tæknileg útfærsla til að ná settum skilyrðum. Slíkum skilyrðum er ætlað að uppfylla kröfur í lögum nr. 7/1998 og reglugerðum settum samkvæmt þeim, þar á meðal ákvæði í reglugerð 787/1998 um loftgæði um að lykt valdi ekki óþægindum í nánasta umhverfi verksmiðjunnar. Er starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands falið að leggja fram ítarleg starfsleyfisskilyrði fyrir næsta fund nefndarinnar. “

Lögð fram sérstök bókun frá Elínu Björgu Jónsdóttir:

”Undirrituð getur ekki tekið undir bókun nefndarinnar”

7. Önnur mál

Þar sem þetta er síðasti fundur heilbrigðisnefndar þetta kjörtímabil þakkar formaður nefndarfólki og starfsfólki HES kærlega fyrir frábært samstarf og góða samstöðu gegnum allt starf nefndarinnar.

Fundarmenn þökkuðu formanni og óskuðu honum hins sama.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40

Jón Ó. Vilhjálmsson Elín Björg Jónsdóttir Guðmundur Elíasson

Elsa Ingjaldsdóttir Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson

Birgir Þórðarson María Berg Guðnadóttir Áslaug Rut Áslaugsdóttir

Sigrún Guðmundsdóttir