88. fundur Heilbrigðisnefndar, 28. júlí 2006

88. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn föstudaginn 28. júlí að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson (símleiðis), Elín Björg Jónsdóttir, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Margrét Einarsdóttir og Bergur E. Ágústsson boðuðu forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Gistiheimilið Flúðum ehf

845 Flúðir

Ný starfsemi

2

Veitingahúsið Lindin Laugarvatni

840 Laugarvatn

Br. á húsnæði

3

Icekart á Íslandi

230 Reykjanesbæ

Tímab. stleyfi

4

Kaffi Krús – Þrír bollar ehf

800 Selfoss

Eigendaskipti

5

Rangárþing eystra v/ Félagsheimili Goðaland

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

6

Rangárþing eystra v/ Félagsheimili Heimaland

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

7

Rangárþing eystra v/ Félagsheimili Njálsbúð,

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

8

Rangárþing eystra v/Leikskólinn Paradís

860 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

9

Rangárþing eystra v/Tjaldsvæði,Hamragörðum

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

10

Gilbrún, gistiheimili

801 Selfoss

Endurnýjun

11

Leifur RE 220 ehf – Rjúpnavellir

851 Hella

Br. á starfsemi

12

Sólvellir,heimili aldraðra

820 Eyrarbakki

Endurnýjun

13

Gistiheimilið Geysir

801 Selfoss

Endurnýjun

14

Hverabakarí

810 Eyrarbakki

Endurnýjun

15

Hverabakarí Konditori og Mæran

810 Eyrarbakki

Endurnýjun

16

Vatnsból Ásólfsskála, Rang.eystra

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

17

Vatnsból Þorvaldseyri

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

18

Ferðaþjónusta Stóru Mörk III

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

19

Sundlaugin Þjórsárdal

103 Reykjavík

Endurnýjun

20

AB skálinn

800 Selfoss

Endurnýjun

21

Bílaþjónusta Péturs ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

22

Ferðaþjónusta og sumarhús

880 Kirkjubæjarklaustur

Endurnýjun

23

Ferðaþjónustan Flögu

880 Kirkjubæjarklaustur

Endurnýjun

24

Gistiheimilið Húsið

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

25

Gistiskálinn Breiðabólstað

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

26

Hárskör, hársnyrtistofa

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

27

Heimaland – Stekkjarhóll

851 Hella

Endurnýjun

28

Kaupás hf v/Nóatúns Selfossi

110 Reykjavík

Endurnýjun

29

Þjóðgarðurinn v/tjaldsvæðis

801 Selfoss

Ný starfsemi

30

Vélgrafan hf

800 Selfoss

Eigendaskipti

31

Vatnsból Dalbæ I, Hrunamannahreppi

845 Flúðir

Ný starfsemi

32

Vatnsból Holti, Álftaveri

880 Kirkjubæjarklaustur

Ný starfsemi

33

Vatnsból Hraungerði, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarklaustur

Ný starfsemi

34

Vatnsból Þykkvabæjarklaustri, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarklaustur

Ný starfsemi

35

Svínabúið Ormsstöðum

801 Selfoss

Endurnýjun

36

Tjaldsvæðið Grandavör
(Hallgeirsey) – Sigursæll

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

37

Topppizzur ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

38

Hótel Höfðabrekka

871 Vík

Endurnýjun

39

Vatnsból Árnagerði, Rangarþing eystra

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

40

Vatnsból Neðri-Þverá, Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

41

Vatnsból V-Sámsstöðum, Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

42

Vatnsból Brekkum I, Mýrdalshrepp

871 Vík

Ný starfsemi

43

Vatnsból Brekkum III, Mýrdalshreppi

871 Vík

Ný starfsemi

44

Vatnsból Skammadal, Mýrdal

871 Vík

Ný starfsemi

45

Vatnsveita Péturseyjar, Mýrdalshreppi

871 Vík

Ný starfsemi

46

Sumar á Selfossi

800 Selfoss

Tímab. stleyfi

47

Fóðurstöð Suðurlands

800 Selfoss

Endurnýjun

48

Plastiðjan ehf.

800 Selfoss

Endurnýjun

49

Bílamálun Agnars

800 Selfoss

Endurnýjun

50

Fiskiver

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

51

Farfuglaheimilið Fljótsdal

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

52

Fasteignafélagið Bær

801 Selfoss

Ný starfsemi

53

Edinborg

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

54

Tjaldsvæðið Kirkjubæ II

880 Kirkjubæjarklaustri

Endurnýjun

55

Hrífunes ehf

880 Kirkjubæjarklaustri

Br. á starfsemi

56

Ferðaþjónusta bænda Seli, Grímsnesi

801 Selfoss

Endurnýjun

57

Vegagerðin

800 Selfoss

Endurnýjun

58

Sláturfélag Suðurlands

800 Selfoss

Endurnýjun

59

Hamrar ehf

810 Hveragerði

Endurnýjun

Öll starfsleyfin samþykkt án athugasemda. Þó er starfsleyfi nr. 49 og 55 einungis samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt starfsmanna HES.

b) Starfsleyfi Fiskmarks, Þorlákshöfn – Lögð fram umsögn sveitarfélagsins Ölfus dags. 4. júlí sl. þar sem bæjarstjórn leggur til að veita starfsleyfi til 6 mánaða meðan unnið verði að því að komast hjá lyktarmengun og áætlun um úrbætur.

Eftirfarandi bókað:

”Á grundvelli þess að engar kvartanir vegna lyktarmengunar hafa borist vegna fyrirtækisins og athugasemdir að hálfu heilbrigðiseftirlits varðandi starfsemi þess ekki þess eðlis að kalli á þvingunaraðgerðir, samþykkir nefndin endurnýjun starfsleyfis til Fiskmarks í samræmi við lög nr. 7/1998 með fyrirvara um hugsanlegar innsendar athugasemdir að undangenginni auglýsingu starfsleyfisskilyrða sbr. rgl. nr. 785/1999. Fyrirtækinu er veitt bráðabirgðastarfsleyfi þar til frestur til að skila inn athugasemdum við starfsleyfisskilyrðin er liðinn.”

c) Lýsi – Lagt fram bréf HES dags. 7. júlí og 18. júlí sl. auk bréfs frá Lýsi dags. 18. júlí sl. Formaður gerði grein fyrir fundi með forsvarsmönnum Lýsis þann 17. júlí sl. HES hefur frestað andmælarétti fyrirtækisins til 10. ágúst n.k. Heilbrigðisnefnd Suðurlands fer fram á að fyrirtækið nýti sér rétt sinn og sendi inn skriflegar athugasemdir fyrir þann tíma.

d) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

1

Veitingahúsið Lindin Laugarvatni

840 Laugarvatn

Endurnýjun

2

Kaupás hf v/Nóatúns Selfossi

110 Reykjarvík

Endurnýjun

Lagt fram til kynningar.

2) Afgreiðslumál og gögn fyrir aðalfund

a) Ársskýrsla 2005

Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2005. Ársskýrslan verður lögð fram á aðalfundi HES í haust.

b) Fjárhagsáætlun 2007

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 ásamt greinargerð frá framkvæmdastjóra. Samþykkt að vísa tillögunni til afgreiðslu aðalfundar HES.

c) Gjaldskrá 2007

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir heilbrigðiseftirlit ásamt fylgiskjali með sundurliðuðum kostnaði. Tillagan gerið ráð fyrir uþb. 6% hækkun á tímagjaldi og 10% hækkun á sýnatökugjaldi. Samþykkt að vísa tillögunnni til afgreiðslu aðalfundar HES.

d) Ársreikningur 2005

Ársreikningur 2005, áður lagður fram á febrúarfundi HS, lagður fram sem aðalfundargang. Verður sendur út með aðalfundargögnum.

e) Drög að aðalfundarsköpum HES

Lögð fram tillaga að aðalfundarsköpum sbr. ákvæði í samþykktum HES. Samþykkt að vísa tillögunni til aðalfundar til afgreiðslu.

f) Drög að dagskrá aðalfundar

Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar. Framkvæmdastjóra falið að gera breytingar á röðun dagskrárliða og setja inn nánari tímasetningar um leið og þær liggja fyrir. Að öðru leyti eru dagskrárdrögin samþykkt. Almennar umræður urðu um fyrirhugaðan aðalfund og fyrirkomulag hans.

3) Annað

a) Ný heimasíða

Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti um nýtt útlit og endurbætur á heimasíðu HES.

b) Rætt um húsaleigusamning í Vm. og framkvæmdastjóra falið að kanna forsendur tillagna að hækkun húsaleigu HES í Vestmannaeyjum.

c) Gengið frá bráðabirgðasamningi við framkvæmdastjóra þar til nýr kjarasamningur FÍN hefur tekið gildi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.30

Næsti fundur nefndarinnar ákveðinn 6. september næstkomandi.

Jón Ó. Vilhjálmsson Elín Björg Jónsdóttir Guðmundur Elíasson

símleiðis)

Elsa Ingjaldsdóttir Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson