39. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 22. janúar 2002

39. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
22. janúar 2002, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Heimir Hafsteinsson, form., Svanborg Egilsdóttir, Sesselja Pétursdóttir, Gunnar Þorkelsson og Íris Þórðardóttir.
Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og héraðslæknir, Pétur Skarphéðinsson

Dagskrá:

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

  a) Kjartan Björnsson – tímabundið stafsleyfi v/þorrablóts – til kynningar
  b) Olíufélagið hf   v/Básaskersbryggju – endurnýjun
  c) Olíufélagið hf   v/Goðahraun 1 – endurnýjun
  d) Olíufélagið hf   v/Friðarhöfn – endurnýjun
  e) Olíufélagið hf v/skipaafgreiðslu Þorlákshöfn – endurnýjun
  f) Eyvindarmúli ehf., ferðaþjónusta – Nýtt
  g) ferðaþjónustan Hellishólum – Nýtt
  h) Járnkarlinn, vélsmiðja, Þorlákshöfn – Nýtt
  i) Shellskálinn, Hveragerði, endurnýjun – 8. janúar 2002
  j) Lanterna, veitingarekstur, Vm., eigendaskipti – 7. janúar 2002
  k) Félagsmiðstöð Selfoss, br.á húsnæði – 29. nóvember 2001
  l) Fjallafákar ehf. ferðaþjónusta, Landsveit, endurnýjun – 26. nóvember 2001
  m) Skeljungur hf. vegna bensín- og olíusölu:
    i) Óseyrarbraut 15, Þorlákshöfn, endurnýjun – 20. desember 2001
    ii) Hveragerði, endurnýjun – 20. desember 2001
    iii) v/Suðurlandsveg, Selfossi, endurnýjun – 20. desember 2001
    iv) Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, endurnýjun – 20. desember 2001
    v) Hásteinsvegi 4, Stokkseyri, endurnýjun – 20. desember 2001
    vi) Vélsmiðja KÁ, endurnýjun – 20. desember 2001
  n) Jarðboranir hf. Reykjavík, tímabundið starfsleyfi v/jarðborana á Hellisheiði – framlenging leyfis – 20. desember 2001
  o) Pakkhúsið-Hornið, skemmtistaður, Selfossi, endurnýjun – 17. janúar 2001
  p) Fancy, snyrtistofa, Vm. – Nýtt
  q) Rafmagnsveitur ríkisins vegna spennustöðva Rimakoti x2, Selfossi x2, Prestbakka, Hvolsvelli, Flúðum, Þorlákshöfn x2, Hellu, Hveragerði, Vík, Hrútafelli og Hvammi – Til kynningar
  r) Ormsstaðir, svínabú – Til kynningar
  s) Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar – Til kynningar
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda   að undanskyldum þeim sem eru til kynningar.

2) Tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu.

  a) Olíufélagið, skipaafgreiðsla, Þorlákshöfn, 15. janúar 2002.
  b) Shellskálinn Hveragerði, endurnýjun, 8. janúar 2002.
  c) Lanterna, veitingahús Vm., endurnýjun, 7. janúar 2001.

Samþykkt án athugasemda.

3) Gjaldskrár sveitarfélaga.

  a) Gjaldskrá fyrir hundahald í Mýrdalshreppi árið 2002.
  b) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Laugardalshreppi fyrir árið 2002.
  c) Gjaldskrár fyrir sorphirðu og hundahald í Hvolhreppi fyrir árið 2002.
  d) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Ölfusi fyrir árið 2002.
  e) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Biskupstungnahreppi fyrir árið 2002.

Samþykkar án athugasemda.

4) Yfirlit eftirlits ársins 2001.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi eftirlits og fór yfir samanburðartölur milli ára. Kom fram að heildarmarkmið hafi vel náðst og er stefnt að áframhaldandi vinnu skv. markmiðum embættisins.

5) Umsóknir yfirfarnar.

Heimir Hafsteinsson gerði grein fyrir umsóknum sem bárust um starf heilbrigðisfulltrúa en alls bárust 5 umsóknir um starfið.

Kom fram að allir umsækjendur hefðu verið kallaðir í starfsviðtal.

Ákveðið að ganga til samninga við Sigrúnu Guðmundsdóttur með það í huga að ganga frá ráðningu hennar í starfið.

6) Mál til upplýsinga og kynningar.

 a) Drög að seyrusamþykkt.

Samþykkt sem fyrirmynd með athugasemd um breytingu á 3. grein samþykktardrögunum auk lagfæringar á stafsetningavillum.

  b) Ullarþvottastöðin í Hveragerði.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að starfsmenn embættisins setji fyrirtækinu kröfur um úrbætur skv. reglum þar um og noti til þess þvingunarúrræði skv. lögum nr. 7/1998 þar sem kemur fram valdsvið nefndarinnar til lokunar fyrirtækja.

  c) Umhverfishreinsun við fyrirtæki í Hveragerði.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands beinir því til Heilbrigðiseftirlits að þegar verði farið í framkvæmd á hreinsun umræddrar lóðar og er framkvæmdastjóra falið að leita eftir samstarfi við Hveragerðisbæ og Sorpstöð Suðurlands varðandi hreinsunina.

  d) Fiskeldisstöðin Læk og Plastvinnslan að Læk, Ölfusi.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita Plastvinnslunni tímabundið starfsleyfi, en ítrekar jafnframt að þegar samþykkt deiliskipulag liggur fyrir verður starfsleyfið endurskoðað m.t.t. skipulagsins og framkominna athugasemda.

  e) Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 11. janúar sl. þar sem boðað er til fundar 8. febrúar nk. um EES samninginn og íslensk sveitarfélög. Lagt fram til kynningar.

 f) Bréf til Hollustuverndar ríkisins dags. 15. janúar sl. þar sem sótt er um þáttöku HES á norrænum fundi í Helsinki 13-14 júní nk.
Lagt fram til kynningar.

  g) Eftirlitsáætlun HES til Hollustuverndar ríkisins um matvælaeftirlit.
Lagt fram til kynningar.

  h) Bréf HES, dags. 8. janúar v/vistheimilið Gunnarsholti.
Lagt fram til kynningar.

  i) Bréf frá Oddi Hermannssyni, f.h. sveitarstjórnar Gnúpverjahrepps, dags. 9. nóv. sl. og afgreiðsla HES
Lagt fram til kynningar.

  j) Bréf Hollustuverndar ríkisins til eftirlitssvæða dags. 26. nóvember 2001 um eftirlit með meðferð og dreifingu garðávaxta
Eftirfarandi bókað:

Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar mikilvægi þess að fá þessi atriði á hreint varðandi eftirlit með meðferð og dreifingu garðávaxta sérstaklega er tekið er tillit til þeirra fjölda framleiðanda sem eru á Suðurlandi. Telur nefndin ástandið vera óviðunandi þar sem jafnvel stórir matvælaframleiðendur eru án alls eftirlits.

Ákveðið að senda bókunina einnig til Umhverfisráðuneytisins.

  k) Bréf HES, dags. 26. nóvember sl. v/Ljósheima og svarbréf SHS dags. 22. janúar 2002 undirritað af Sigurði Sigurjónssyni, stjórnarformanni og Viðari Helgasyni, framkvæmdastjóra.

Lagt fram til kynningar.

 l) Bréf frá Teiknistofu Páls Zóphóníassonar ehf, dags. 14.11.01, varðandi aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.
Lagt fram til kynningar. Starfsmönnum falið að svara erindinu.


7) Önnur mál.


  i) Formanni falið að leiðrétta laun framkvæmdastjóra skv. kjarasamningi stéttarfélags hennar þar til ráðningarsamningur liggur fyrir.

  ii) Íris Þórðardóttir beindi þeim tilmælum til framkvæmdastjóra að huga að vatnsbóli Árbæinga, Ölfusi.

  iii) Loftgæðamælingar í Alviðru. Helmingur verksins lokið og framkvæmdastjóra falið að endurnýja eða segja upp núverandi samningi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30

Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Sesselja Pétursdóttir
Svanborg Egilsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson