Matvæli

Matvælaeftirlit:

Hvaða fyrirtæki?
Vatnsveitur, kjötvinnslur, bakarí, mjólkurstöð, ísgerð, kartöfluvinnslur og önnur framleiðslufyrirtæki, matvöruverslanir, sjoppur, veitingastaðir/skyndibitastaðir, hótel, mötuneyti, ferðaþjónusta með mat, skólar, dvalarheimili, sjúkrahús, flutningaaðilar ofl. 

Lög og reglugerðir
Um er að ræða eftirlit með fyrirtækjum sem falla undir lög um matvæli nr. 93/1995, að undanskildum þeim sem falla undir eftirlit Matvælastofnunar. Heilbrigðiseftirliti ber að kanna hvort fyrirtækin fara eftir ákvæðum laga og reglugerða. Margar reglugerðir gilda um matvæli. Sumar reglugerðir gilda um öll matvæli s.s. „matvælareglugerðin“, reglugerð um merkingar og reglugerð um aukefni, aðrar gilda eingöngu um ákveðnar vörur s.s. um kjöt og kjötvörur eða mjólk og mjólkurvörur. Sjá reglugerðir um matvæli hér.

Innra eftirlit

Matvælafyrirtæki þurfa að rækja innra eftirlit, allt eftir umfangi og stærð. Kröfur um innra eftirlit einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka, má nálgast hér

Umfang
Á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er mikið um matvælafyrirtæki enda Suðurland mikil matarkista. Mikil vinna hefur verið lögð í úttektir á einkavatnsbólum vegna matvælaframleiðslu. Töluverð vinna hefur farið í innleiðingu nýrrar matvælalöggjafar sem tók gildi hér 1. mars 2010 – og  þá aðallega reglugerð 852/2004