Eftirlitsskyld fyrirtæki
Fyrirtæki þurfa starfsleyfi heilbrigðisnefndar
Skv. Fylgiskjali 2, í reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. – En fyrirtæki þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar ef það fellur undir Fylgiskjal 1 í fyrrnefndri reglugerð.
Skv. 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli m.s.br.
Skv. Fylgiskjali 1 í reglugerð nr.941/2002 um hollustuhætti.
Til sölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar:
Skv. 8. gr. í Lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002.
Rekstarleyfi vegna veitinga- og gististaða:
Auk leyfis heilbrigðisnefndar skv. reglugerð um hollustuhætti vegna matvæla nr. 103/2010 og/eða hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 þarf leyfi lögreglustjóra til þess að stunda rekstur gisti-og veitingastaða skv. Reglugerð nr. 288/1987 um veitinga- og gististaði.
Vínveitingaleyfi:
Auk leyfis heilbrigðisnefndar þarf leyfi viðkomandi sýslumannsembættis til áfengisveitinga.