Starfsleyfi til kynningar – hitaveita – fráveita

Starfsleyfisskilyrði  eru til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun:

Fyrir hitaveitu hjá Selfossveitum bs. í Sveitarfélaginu Árborg – skilyrðin eru aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi

Fyrir hreinsistöð fráveitu á Hellu, – skilyrðin eru aðgengileg á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, Hellu

Starfsleyfisskilyrðin er hægt að nálgast á slóð hér

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. febrúar 2018, þeim skal skila skriflega á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að Austurvegi 65, Selfossi.