Starfsleyfi til kynningar – skotíþróttasvæði

Starfsleyfi er til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands fyrir Skotíþróttafélagið Skyttur,  vegna skotíþróttasvæðis á Geitasandi, 851 Hella, í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Sjá slóð á  starfsleyfisskilyrðin hér.

Starfsleyfisskilyrðin liggja frammi til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að Austurvegi 65 á Selfossi og á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 12. október 2017.