Loftgæðamælum OR breytt til að mæla SO2

Til að fá sem gleggsta mynd af SO2 mengun í andrúmslofti vegna eldgossins í Holuhrauni hefur Umhverfisstofnun farið þess á leit við OR/ON að mæla SO2 samhliða mælingum á H2S á loftgæðamælum sínum í Hveragerði, á Hellisheiði og í Norðlingaholti.

Á meðan loftgæðamælar OR/ON mæla SO2 samhliða H2S eru mælingar á H2S ónákvæmari en ella, sérstaklega ef háir SO2 toppar ganga yfir. Gögn sem birtast almenningi eru óyfirfarin rauntímagögn.

Tekið verður tillit til meiri ónákvæmni í mælingum á H2S fyrir það tímabil sem loftgæðamælar OR/ON mæla einnig SO2 þegar niðurstöður mælinga á H2S yfir árið eru yfirfarnar, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

Upplýsingar um loftgæði er best að nálgast á slóðinni www.loftgaedi.is en þar má líka finna almennan fróðleik um brennisteinsdíoxíð og brennisteinsvetni, viðbrögð við háum mæligildum ofl.