8. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

haldinn að Hótel Heklu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 24. október 2013 kl. 14.50-15.50

 1.  Gunnar Þorkelsson formaður stjórnar setti fundinn. Tilnefndir starfsmenn fundarins: Fundarstjórar Kristófer Tómasson og Auðunn Guðjónsson. Ritarar Halla Guðmundsdóttir og Kristjana Gestsdóttir. Ekki gerðar athugasemdir.

 2.  Kjörbréfanefnd  greindi frá því að fundinn sætu 46 aðalmenn og tveir til vara;

5 voru fjarverandi. Fundurinn er lögmætur. Ekki gerðar athugasemdir við það.

3.  Skýrsla stjórnar.

Gunnar Þorkelsson rakti í stuttu máli tilgang og hlutverk stofnunarinnar. Megináhersla er og verður að sinna reglubundnu eftirliti í eftirlitsskyldum fyrirtækjum. Gunnar fór jafnframt yfir þau mál sem hafa ratað á borð fjölmiðla á árinu, ma. fráveitur í Árborg og við ferðamannastaði. Hann þakkaði að lokum aðilum fyrir gott samstarf  á árinu. Sértaklega þakkaði hann Birgi Þórðarsyni sem hættir á næsta ári vegna aldurs.

Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri tók síðan við. Tók hún undir með Ragnheiði Elínu Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að einfalda þyrfti regluverk á margan hátt. Nefndi hún ýmis dæmi þar að lútandi, ekki síst að verið væri að vinna sama verkið, á mörgum stöðum. Fólk yrði að sjá einhvern tilgang í reglum til að borin væri virðing fyrir þeim. Einnig að bæta mætti meðferð á mat, miklu væri hent sem nýtanlegt væri, sem væri einfaldlega sóun. Talaði líka um myglusvepp og að oft mætti koma í veg hann með eðlilegri loftræstingu húsa. Minntist einnig á loftgæðamælingar bæði vegna útblásturs frá jarðvarmavirkjunum og almennar mælingar. Stofnunin hefur á að skipa góðu starfsfólki sem er undirstaða góðs árangurs. Þakkaði hún sérstaklega Birgi Þórðarsyni, sem senn mun hætta störfum vegna aldurs.

Skýrslan í heild sinni er í fundargögnum.

 Til máls tóku um skýrslu þessa Ísólfur Gylfi Pálmason sem tók undir þakkarorð til Birgis. Það gerði einnig Eyþór Arnalds og kvað  Árborg hyggja á verulegar úrbætur í frárennslismálum.

4.  Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram ársreikning 2012 og fjárhagsáætlun 2014.

Nokkrar umræður urðu um fjárhagsáætlun, þar sem ekki var samræmi milli fjárhagsáætlana HES og SASS. Til máls tóku Ari Thorarensen, Þorvarður Hjaltason, Gunnar Örn Marteinsson, Gunnlaugur Grettisson, Helgi S. Haraldsson og Valtýr Valtýsson.

Ársreikningar samþykktir samhljóða. Gjaldskrárbreyting samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

 5.     Skoðunarmenn ársreikninga.

Tilnefnd:

Drífa Kristjánsdóttir

Guðmundur Guðjónsson.

Til vara:

Egill Sigurðsson

Sandra Dís Hafþórsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

  

Ekki urðu frekari umræður. Gunnar Þorkelsson þakkaði fundarmönnum og starfsfólki.

Sleit síðan fundi.