128. fundur Helbrigðisnefndar Suðurlands

128. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn fimmtudaginn

19. ágúst 2010, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

 

Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Viktor Pálsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Pétur Skarphéðinsson og Ragnhildur Hjartardóttir boðuðu forföll, varamaður boðaður en kom ekki.

 

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a)      Netpartar

Lagt fram bréf HES dags. 13. júlí sl. til Sveitarfélagsins Árborgar þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins vegna fyrirliggjandi mats Skipulagsstofnunar að Byggðarhorni. Ennfremur lagður fram tölvupóstur skipulags- og byggingafulltrúa dags. 16. ágúst sem svar við ofannefndu bréfi.  Í svari sveitarfélagsins kemur fram að starfsemi Netparta sé í fullu samræmi við deiliskipulagsskilmál Byggðarhorns. Einnig lagðar fram athugasemdir við auglýst starfsleyfisskilyrði frá Guðrúnu S. Thorsteinsson og Símoni Ólafssyni, Skák, 801 Selfossi.

 

Eftirfarandi bókað:

„Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita Netpörtum ehf. starfsleyfi á grundvelli auglýstra skilyrða. Nefndin telur ekki ástæðu til að hafna útgáfu starfsleyfi Netparta ehf. á grundvelli ósamræmingar við skipulag svæðisins enda hefur komið fram skýr afstaða sveitarfélagsins um að starfsemin falli að deiliskipulagi svæðisins.“

 

a)      Önnur starfsleyfi

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Hreinsistöð fráveitu, Laugarvatni

801 Selfoss

endurnýjun

2

Ystiklettur

900 Vestm.eyjar

endurnýjun

3

Veiðihús ehf v/Ytri-Rangá

203 Kópavogur

endurnýjun

4

Gistiheimilið Geysir

801 Selfoss

endurnýjun

5

Hverabakarí Konditori og Mæran

810 Hveragerði

endurnýjun

6

Vinaminni kaffihús – Bakstur og veisla ehf

900 Vestmannaeyjar

ný starfsemi

7

Gisting Galtalæk II

851 Hella

endurnýjun

8

Glerverksmiðjan Samverk hf.

850 Hella

endurnýjun

9

Heimaland – Stekkjarhóll

851 Hella

endurnýjun

10

Grænmetismarkaður ,Hveragerði

810 Hveragerði

endurnýjun

11

Vatnsveitufélag Leiðvallahrepps,  Melhólsveita

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

12

Bakkabrim ehf

820 Eyrarbakki

ný starfsemi

13

Hásteinn heimagisting

900 Vestmannaeyjar

ný starfsemi

14

Hótel Hlíð – Hofland-setrið ehf

801 Selfoss

eigendaskipti

15

Sumarhúsin að Núpum – Hoflandssetrið ehf

810 Hveragerði

eigendaskipti

16

Vélhjólaíþróttakl.v/ Aksturssv. við Bolöldu

104 Reykjavík

ný starfsemi

17

Veitingahúsið Lindin, Laugarvatni

840 Laugarvatn

endurnýjun

18

Plastiðjan

800 Selfoss

endurnýjun

19

Vegagerðin Selfossi

800 Selfoss

endurnýjun

20

Húsasmiðjan hf. – Blómaval

800 Selfoss

endurnýjun

21

Vatnsból Neðri-Þverá, Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

endurnýjun

22

Veitingahús – Borgarvirki ehf

840 Laugarvatn

ný starfsemi

23

Guðnabakarí ehf

800 selfoss

endurnýjun

24

Hársnyrtistofan Ópus – Lokkur ehf

810 Hveragerði

endurnýjun

25

Ozio – Presthús ehf

900 Vestmannaeyjar

endurnýjun

26

Hamborgarab. Tómasar – TÍMAB. v/Galtalækj.

101 Reykjavík

tímabundið

27

Sportstöðin

800 selfoss

ný starfsemi

28

Topppizzur ehf – 900 Grillhús

900 Vestmannaeyjar

ný starfsemi

29

VISS, Vinnu- og hæfingarstöð

815 Þorlákshöfn

ný starfsemi

30

Vilberg – kökuhús

900 Vestmannaeyjar

br. á starfsemi

31

Hekla handverkshús,félag

850 Hella

ný starfsemi

32

Selvogsgata ehf. – pylsuvagn

801 Selfoss

endurnýjun

33

Eldstó ehf

860 Hvolsvöllur

br. á starfsemi

34

Háfur sf v/svínabú

851 Hella

endurnýjun

35

Kaldakinn , gisting – Margrét Eggertsdóttir

851 Hella

ný starfsemi

36

Ferðaþjónusta bænda Sólheimahjáleigu

871 Vík

br. á starfsemi

37

Gistiheimilið Trix – Illugag.6

900 Vestmannaeyjar

br. á starfsemi

38

Bílverk B.Á.

800 Selfoss

endurnýjun

39

EET Bílar ehf

850 Hella

endurnýjun

40

IB ehf.

800 Selfoss

endurnýjun

41

Olíuversl.Ísl.v/Bensínst.Hellu

850 Hella

endurnýjun

42

Vatnsból Keldunúpi, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

43

Vatnsból Múlakoti, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

44

Vatnsból Prestbakka, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

45

Vatnsból Staðarbakka, Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

ný starfsemi

46

ÞÁ bílar ehf

800 Selfoss

endurnýjun

47

Jeppasmiðjan ehf

801 Selfoss

endurnýjun

48

Matfugl ehf. v/ Þórustaðir II, Ölfusi

270 Mosfellsbær

endurnýjun

49

Matfugl ehf. v/Ásgautsstaðir, Stokkseyri

270 Mosfellsbær

endurnýjun

50

Matfugl ehf. v/Miðfell 6, Hrunamannahreppi

270 Mosfellsbær

endurnýjun

51

Tattoo-stofan ehf

800 Selfoss

endurnýjun

52

Vatnsból Árnagerði, Rangarþing eystra

861 Hvolsvöllur

endurnýjun

53

Veiðifélag Eystri-Rangár v/seiðaeldisstöðvar

851 Hella

endurnýjun

54

AB skálinn

800 Selfoss

endurnýjun

55

Hólaskógur – Óbyggðaferðir ehf

845 Flúðir

eigendaskipti

56

ISAVIA ohf v/Flúðaflugvallar

101 Reykjavík

eigendaskipti

57

Sveitamarkaðurinn ehf

860 Hvolsvöllur

ný starfsemi

58

Söluskálinn Landvegamótum ehf

851 Hella

br. á starfsemi

59

Vatnsból Ketilsstöðum, Mýrdalshreppi

871 Vík

endurnýjun

60

ISAVIA ohf v/ Bakkaflugvallar

101 Reykjavík

eigendaskipti

61

ISAVIA ohf v/ Helluflugvallar

101 Reykjavík

eigendaskipti

62

ISAVIA ohf v/ Vestmannaeyjaflugvallar

101 Reykjavík

eigendaskipti

63

Íslandus ehf

800 Selfoss

ný starfsemi

64

Geysir shops ehf

801 Selfoss

endurnýjun

65

Tjaldmiðstöðin Laugarvatni – Glóðarsel ehf

840 Laugarvatn

endurnýjun

66

Vatnsból Grjótá, Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

endurnýjun

67

Vatnsveita Kirkjulækjarhverfis, Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

endurnýjun

68

Ferðaþjónustan Ásólfsskála

861 Hvolsvöllur

endurnýjun

69

Hendur í Höfn – Dagný Magnúsdóttir

815 Þorlákshöfn

ný starfsemi

70

Gistiheimilið Heimir

900 Vestmannaeyjar

endurnýjun

71

Mið Hvoll ehf

871 Vík

ný starfsemi

72

Superbygg ehf vegna Vatnsveitu Syðri-Brú

801 Selfoss

ný starfsemi

73

Hreiðrið-gisting – Sigurður Ragnarsson

801 Selfoss

ný starfsemi

74

Tjaldsvæði Hallgeirsey – Sigursæll ehf

860 Hvolsvöllur

endurnýjun

75

Bílaþjónusta Péturs

800 Selfoss

endurnýjun

76

Vatnsból Herjólfsstöðum

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

77

Vatnsból Melhóli

880 Kirkjubæjarkl.

endurnýjun

78

Iceland Activities v/ Úllabón

810 Hveragerði

eigendaskipti

79

Penninn á Íslandi v/kaffihúss

900 Vestmannaeyjar

ný starfsemi

80

Volcanó ehf – Eldbakan

900 Vestmannaeyjar

ný starfsemi

81

Farfuglaheimilið Skógum

861 Hvolsvöllur

endurnýjun

82

Húsið gisting, Fljótshlíð – Glóa ehf

861 Hvolsvöllur

endurnýjun

83

Fossdekk ehf

800 Selfoss

ný starfsemi

84

Árborg v/Barnask. Stokkseyri -grunnskóli

825 Stokkseyri

Br. á húsnæði

85

Árborg v/Barnask. Stokkseyri -skólavistun

825 Stokkseyri

Br. á húsnæði

86

KK Bílaþjónustan

800 Selfoss

ný starfsemi

87

Xata ehf v/matvöruverslunar

810 Hveragerði

ný starfsemi

88

Art dekurstofa

810 Hveragerði

eigendaskipti

Ofangreind starfsleyfi samþykkt en þó eru starfsleyfisumsóknir nr. 72, 84 og 85 samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

 

b)      Tóbakssöluleyfi

Nr

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Tjaldmiðstöðin Laugarvatni – Glóðarsel ehf

840 Laugarvatn

Endurnýjun

2

Olíuversl.Ísl.v/Bensínst.Hellu

850 Hella

Endurnýjun

3

Geysir shops ehf

801 Selfoss

Endurnýjun

4

Þjóðhátíð 2010

900 Vestmannaeyjar

Tímabundið

5

Xata ehf – Sunnumörk

810 Hveragerði

Nýtt

Lagt fram til kynningar

 

2)      Reglubundið eftirlit.

a)      Staða eftirlits.

Lagður fram listi yfir fyrirtæki sem fengið hafa eftirliti frá síðasta fundi. Kom fram hjá framkvæmdastjóra að vel hafi unnist í reglubundnu eftirliti í sumar.

 

3)      Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

a)      Breyting á samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð.

Lögð fram breyting á samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð með fylgigögnum, ásamt svarbréfi HES dags. 16. júní sl.

Afgreiðslan staðfest.

 

b)      Breyting á gjaldskrá um hundahald í Bláskógabyggð.

Lögð fram breyting á gjaldskrá um hundahald í Bláskógabyggð með fylgigögnum, ásamt svarbréfi HES, dags. 16. júní sl.

Afgreiðslan staðfest.

 

c)      Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands ehf. v/seyru Þingvöllum.

Lagt fram bréf HES, dags. 17. ágúst sl. þar sem fyrirtækið er formlega áminnt skv. lögum nr. 7/1998. Ennfremur lagðir fram innsendir tölvupóstar frá Hirti Ingólfssyni, Tryggva Helgasyni og Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði ásamt minnispunktum HES. Framkvæmdastjóri fór frekar yfir málið og fyrirliggjandi gögn, greindi m.a. frá aðkomu HES, fundi með forsvarsmanni fyrirtækisins og gangi mála.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fordæmir vinnubrögð Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands vegna losunar seyruvökva á verndarsvæði Þingvalla. Fer Heilbrigðisnefnd Suðurlands fram á að fyrirtækið skili mánaðarlega inn upplýsingum sem getið er um í grein 4.1 í starfsleyfinu. Ennfremur er fyrirtækinu gert skylt að tilkynna fyrirfram til þjóðgarðsvarðar þegar verk er unnið innan verndarsvæðisins. Þá er starfsmönnum eftirlitsins falið viðbótareftirlit með fyrirtækinu.

 

d)     Sorpstöð Suðurlands v/söfnunarstöðvar, Selfossi.

Lagt fram bréf HES, dags. 29. júlí sl. þar sem fyrirtækinu er tilkynnt um meðferð máls og því veittur andmælaréttur vegna brota á starfsleyfiskilyrðum.

Ennfremur  lagt fram svarbréf Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 4. ágúst sl., tölvupóstur frá HES til SOS, 18. ágúst sl., bókun Bæjarráðs Árborgar frá 5. ágúst sl., afrit af bréfi Flugklúbbs Selfoss til bæjarráðs Árborgar auk afrits af bréfi Flugmálastjórnar Íslands til lendingarstaðarins Selfossi, dags. 30. júlí sl. um lokun flugbrautar vegna hætta sem stafar af fuglum. Framkvæmdastjóri greindi frekar frá málinu.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita fyrirtækinu áminningu vegna brota á starfsleyfisskilyrðum skv. lögum nr. 7/1998, grein 26, um valdsvið og þvingunarúrræði. Nefndin átelur umrædd brot enda voru, á kynningarfundi hennar vegna starfsleyfisumsóknar Sorpstöðvarinnar þann 28. maí sl., upplýsingar og orð forsvarsmanna Sorpstöðvarinnar á annan veg en raun er nú.

 

e)      Förgun á salmonellusmituðum kjúklingum og úrgangi.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá þremur tilfellum af salmonellu sem greinst hafa á sama stað með mánaðar millibili. Unnið er eftir verklagsreglum Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um sóttmengaðan úrgang frá dýrasjúkdómum. HES setur skilyrði varðandi smitvarnir vegna flutninga, gerir tillögu að förgunarstað og hefur eftirlit með flutningi,förgun og þrifum á flutningstækjum.

Taldi Elsa nauðsynlegt að allir viðkomandi aðilar ynnu í samræmi við hinar nýju verklagsreglur sem hún taldi vera misbrest á. Jafnframt taldi hún að hlutverk heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga væri fyrirferðamikið og jafnvel flókið þar sem eftirlitinu væri ætlað að afla umsagna víða áður en til ákvörðunar kæmi. það væri sérstaklega erfitt ef umsagnir/leyfi væru í mótsögn eða ekki veitt.