110. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

110. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn föstudaginn 6. júní kl. 15.00 að Austurvegi 56, Selfossi



Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Ennfremur sat fundinn, undir 1. lið, Guðjón Ægir Sigurjónsson, lögfræðingur.

1) Lýsi hf. v/fiskþurrkunar

a) Starfsleyfi til afgreiðslu
Lögð fram auglýst starfsleyfisskilyrði fyrir Lýsi hf. v/fiskþurrkunar, Þorlákshöfn ásamt innsendum athugasemdum sem bárust á tímabilinu.
Eftirfarandi athugasemdir bárust frá:
– Guðrúnu Ágústsdóttur, dags.10. apríl, móttekið sama dag og bréf dags. 10. maí, móttekið 16. maí sl.
– Skipulags- og byggingafulltrúa Ölfus, dags. 11. apríl, póstlagt 11. apríl og móttekið 14. apríl sl.
– Lögmönnum Suðurlandi, f.h. Sveitarfélagsins Ölfus, dags. 11. apríl, móttekið 11. apríl sl. auk bréfs dags. 29. maí, móttekið sama dag.
– Unu Árnadóttur, dags. 8. apríl, móttekið 10. apríl sl.
– Rúnari og Guðmundi Oddgeirssonum, dags.9. apríl, móttekið10. apríl sl.
– Magnúsi Guðjónssyni, dags. 25. maí, móttekið 27. maí sl.
– Guðmundi Oddgeirssyni, dags. 14. maí, móttekið sama dag.
– Stefáni Guðmundssyni, dags. 28. maí, móttekið 2. júní.
Auk þess lögð fram sömu gögn og voru lögð fram á 108. og 109. fundi nefndarinnar um sama mál.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita fyrirtækinu starfsleyfi í samræmi við auglýst starfsleyfisskilyrði.
Nefndin bendir á að endurskoða skuli starfsleyfi að jafnaði á 4 ára fresti og heimild til endurskoðunar ef í ljós koma m.a. annmarkar á framkvæmd þeirra sbr. ákvæði greina 1.2 og 5.2 í starfsleyfisskilyrðunum.
Framkvæmdastjóra falið, í samvinnu við lögfræðing Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, að tilkynna hlutaðeigandi aðilum ákvörðunina sbr. 26. grein, rgl. nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

b) Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Meðfylgjandi kæra Einars H. Jónssonar til úrskurðarnefndar og drög að svarbréfi HES ásamt fylgigögnum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að fela lögmanni að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

2) Neysluvatnsmál og vinna HES í kjölfar jarðskjálfta
Lagt fram yfirlit yfir sýnatökur og niðurstöður á neysluvatni í kjölfar jarðskálftans 29. maí sl. Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu og góðri samvinnu við rannsóknarstofu MS á Selfossi í kjölfar skjálftana. Fram kom að neysluvatn hefði víða gruggast í nálægt við upptökin enda nokkar veitur sem taka vatn úr hlíðum Ingólfsfjalls. Neysluvatn er alls staðar komið í lag. Fylgst verður áfram með neysluvatni og frekari eðlis- og efnamælingar gerðar þegar grugg hefur alveg horfið.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill þakka MS, Selfossi, fyrir gott samstarf og góða samvinnu fyrstu daga eftir skjálftann. Nauðsynlegt var að geta fengið niðurstöður úr sýnatöku eins fljótt og hægt var og stutt var að koma sýnum í ræktun. Á slíkum tímum er gott að vita af nálægð slíkra aðila.

3) Prófasturinn – umsókn um starfsleyfi
Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir Pizza Pró ehf., skemmtistað að Heiðarvegi 3, Vestmananeyjum. Heilbrigðisnefnd Suðurlands afturkallaði leyfi staðarins á fundi sínum þann 22. apríl 2008.

Eftirfarandi bókað:
”Í bókun á fundi nefndarinnar þann 22. apríl sl. er tekið fram að þegar forráðamenn staðarins geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að hávaðamörk staðarins geti haldist innan settra marka Heilbrigðisnefndar Suðurlands geti eigandi sótt um starfsleyfi að nýju. Í ljósi þess er farið fram á að umsækjandi skili inn staðfestingu á því með mælingum frá viðurkenndum aðila eða fái starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til að staðfesta stillingu hljóðvaka og frágang hans. Eftir að slík staðfesting liggur fyrir samþykkir Heilbrigðisnefnd Suðurlands að gefa út starfsleyfi staðarins enda gilda þau hávaðamörk á staðnum sem nefndin hefur sett.“

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Viktor Pálsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson
Guðmundur Geir Gunnarsson