96. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

96. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 6. febrúar 2007, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Ari Thorarensen og Elsa Ingjaldsdóttir.

Guðmundur Geir, Guðjón Ægir og Viktor Pálsson boðuðu forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Starfsleyfi

1

Íþróttamiðstöðin Reykholti

801 Selfoss

Endurnýjun

2

Heilsustofnun NLFÍ

810 Hveragerði

Endurnýjun

3

Eyrarfiskur ehf.

825 Stokkseyri

Endurnýjun

4

Snyrtistofa Lenu

820 Eyrarbakka

Ný starfsemi

5

Ferðaþjónustan Hrosshaga 2

801 Selfoss

Ný starfsemi

6

Icelandic wonders

825 Stokkseyri

Ný starfsemi

7

Draugasetrið

825 Stokkseyri

Br. á starfsemi

8

Vatnsból v/Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti

851 Hella

Ný starfsemi

9

Godthaab í Nöf ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

10

Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

11

Rangárþing Eystra v/ Hvolsskóla

870 Hvolsvöllur

Endurnýjun

12

Lifró ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

13

ST (áður EDEN)

810 Hveragerði

Eigendaskipti

14

Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf.

800 Selfoss

Br. á starfsemi

15

Landsnet hf v/Rimakots

110 Reykjavík

Eigendaskipti

16

Landsnet hf v/Sigöldu

110 Reykjavík

Ný starfsemi

17

Flugstoðir ohf / Bakkaflugvallar

101 Reykjavík

Eigendaskipti

18

Flugstoðir ohf v/ Vestmannaeyjaflugvallar

101 Reykjavík

Eigendaskipti

19

Fiskiver ehf

820 Eyrarbakka

Endurnýjun

20

Mjólkursamsalan ehf/ MS Selfoss

800 Selfoss

Br. á starfsemi

21

Hveratún ehf

801 Selfoss

Br. á starfsemi

22

Fasteignafélag Skálabrekku ehf.

801 Selfoss

Ný starfsemi

23

Lifandi Hús ehf

800 Selfoss

Ný starfsemi

24

Rangárþing Eystra v/skólphreinsist.

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

25

IFEX

815 Þorlákshöfn

Áður tekiðfyrir á fundi 3. okt.´06

Öll starfleyfin samþykkt, en starfsleyfisumsókn nr. 15 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa. Starfsleyfi nr. 22 hafnað, sbr. lið 7.b. í fundargerð. Starfleyfi nr. 23 samþykkt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu bygginganefndar.

b) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

Þjónustumiðstöð Esso

860 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

2

ST

810 Hveragerði

Eigendaskipti

Lagt fram til upplýsinga

c) Flugklúbbur Selfoss.

Lagt fram bréf Flugklúbbs Selfoss, dags. 15. janúar sl. þar sem óskað er eftir bráðabirgðastarfsleyfi fyrir flugvöllinn, með vísun í fyrri umsókn og afgreiðslu nefndarinnar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita Flugklúbbi Selfoss tímabundið starfsleyfi til 6 mánaða á grundvelli framlagðra starfsleyfiskilyrða á fundi í nóvember sl. og í samræmi við rekstarleyfi Flugstoða ehf.

2) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

a) Samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Flóahreppi.

Samþykkt án athugasemda.

b) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Flóahreppi.

Samþykkt án athugasemda.

c) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Mýrdalshreppi.

Samþykkt án athugasemda.

d) Gjaldskrá vegna hundahalds í Sveitarfélaginu Árborg árið 2007.

Samþykkt án athugasemda.

e) Gjaldskrá fyrir kattahald í Sveitarfélaginu Árborg.

Samþykkt án athugasemda.

3) Gangur eftirlits.

a) Ársreikningur HES 2006.

Farið yfir endurskoðaðan ársreikning Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2006. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir ársreikninginn og vísar honum til skoðunarmanna byggðasamlagsins.

b) Reglubundið eftirlit og málaskrá.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá reglubundnu eftirlit frá síðasta fundi nefndarinnar og fór yfir málaskrá starfsmanna.

4) Fráveitukerfi Árborgar.

Lagt fram bréf sveitarfélagsins, dags. 31. janúar sl. ásamt skýrslu Línuhönnunar frá nóvember 2006 um samantekt rannsókna og forhönnun á fráveitukerfi Árborgar. Elsa Ingjaldsdóttir fór nánar yfir málið og innihald skýrslunnar.

Heilbrigðsinefnd Suðurlands fer fram á frekari upplýsingar varðandi einstaka liði í skýrslunni og bréfi sveitarfélagsins er varðar m.a. undanþáguákvæði, mótvægisaðgerðir ofl.

Afgreiðslu frestað og framkvæmdastjóra falið að kalla eftir ítarlegri upplýsingum.

5) Lýsi v/fiskþurrkunar.

Lagt fram frá Sveitarfélaginu Ölfus, dags. 26. janúar sl. varðandi beiðni sveitarfélagsins um borgarafund. Ennfremur lagt fram bréf frá lögmönnum Lýsis dags. 30. janúar sl. þar sem farið er fram á framlengdan frest, sbr. bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 14. desember sl.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill benda á að samkvæmt 26. greinar reglugerðar nr. 785/1999 hefur aðilum sem rétt eiga á rökstuðningi vegna ákvörðunar nefnarinnar verið veittur slíkur rökstuðningur. Sveitarfélagið Ölfus hefur fengið slíkan rökstuðning og er frjálst að kynna hann ef þurfa þykir.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill benda á að erindi Lýsis um frest til undanþágu á að uppfylla ákvæði starfsleyfisskilyrða skal senda til Umhverfisráðherra sbr. 7. grein laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, enda hefur nefndin ekki heimild til slíkrar undanþágu. Er því erindið áframsent til viðkomandi stjórnvalds á grundvelli 7. greinar stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Áður en nefndin hefur fyrirhugað áminningarferli er starfsmönnnum falið að kanna hvort og hvaða ákvæði starfsleyfisskilyrða hafa ekki verið uppfyllt.

Sigurður Örn Guðleifsson kom inn á fund nefndarinnar undir þessum lið.

6) Háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík.

Lögð fram tillaga Landsnets að matsáætlun vegna háspennulína frá Hellisheiði að Straumsvík ásamt umsögn HES dags. 30. janúar sl. Til upplýsinga.

7) Annað.

a) Landbúnaðarháskólinn að Reykjum.

Lögð fram tvö bréf HES, dags. 27. október sl. og 24. janúar sl. ásamt bréfi frá Landbúnaðarháskóla Íslands, dags. 19. janúar sl. Lagt fram til upplýsinga.

b) Deiliskipulag Skálabrekka.

Lagt fram til upplýsinga afgreiðsla HES, dags. 30. janúar sl. á deiliskipulagi Skálabrekku þar sem tilögu var hafnað vegna ákvæða um vatnsvernd og neysluvatnsgæði.

c) Deiliskipulag Vatnsholt.

Lagt fram til upplýsinga afgreiðsla HES dags. 30. janúar sl. á deiliskipulagi Vatnsholti, Grímsnesi þar sem tilögu var hafnað vegna ákvæða um vatnsvernd og neysluvatnsgæði.

d) Fyrirspurn um notkun úrgangs frá MS til áburðarnotkunar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fer fram á að reglubundnar mælingar verði gerðar á þeim úrgangi sem notaður verður áburðarnotkunar og niðurstöður þeirra mælinga liggi fyrir við eftirlit.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson
Pétur Skarpéðinsson
Ari Thorarensen
Gunnar Þorkelsson
Elsa Ingjaldsdóttir