64. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 21. apríl 2004

64. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn

21. apríl 2004 kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

21. apríl 2004 kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Margrét Einarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Bergur E. Ágústsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Guðmundur Elíasson boðaði forföll.

1. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a. Starfsleyfi:

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Snælands-Video Haukdal ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

2

Höllin SBIG ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

3

Veisluþjónusta Suðurlands

800 Selfoss

Endurnýjun

4

Gistíheimilið Árný

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

5

Hverasvæðið

810 Hveragerði

Eigendaskipti

6

11 – 11 , Kaupás ehf.

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

7

Kirkjubæjarskóli á Síðu

880 Kirkjubæjarkl.

Br. á húsnæði

8

Heimagisting

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

9

Gistiheimili Katrínar

870 Vík

Eigendaskipti

10

Matfugl ehf. v/Þórustaða II

801 Selfoss

Eigendaskipti

11

Matfugl ehf. v/Miðfells

801 Selfoss

Eigendaskipti

12

Matfugl ehf. v/Ásgautsstaða

825 Stokkseyri

Eigendaskipti

13

Toppsport ehf. v/Styrkur

800 Selfoss

Eigendaskipti

14

Kertasmiðjan ehf.

801 Selfoss

Ný starfsemi

15

Helluveita

850 Hella

Ný starfsemi

16

Ökuskóli Suðurlands

800 Selfoss

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt en nr. 14 afgreitt með fyrirvara um jákvæða úttekt starfsmanna og nr. 15 frestað þar til frekari upplýsingar um heildarúttekt neysluvatns og vatnsverndarsvæði liggur fyrir.

b) Tóbakssöluleyfi:

:

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Snælands-Video Haukdal ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

2

Höllin SBIG ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

Lögð fram til kynningar.

c) Drög að starfsleyfisskilyrðum v/OR, Hellisheiði lögð fram til kynningar.

. Starfsmönnum falið að vinna frekar að drögunum og senda til umsagnar hlutaðeigandi aðilum ss. Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs, Heilbrigðis- og umhverfisstofu Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, sveitarfélaginu Ölfus og Hveragerðisbæ, samkvæmt 9. grein reglugerðar nr. 785/1999. Auk þess skulu drögin send til Orkuveitunnar til kynningar. Starfsmönnum falið að senda með drögunum álit nefndarinnar, sem byggir á fyrirliggjandi mati á umhverfisáhrifum og úrskurði Skipulagsstofnunar. Umsögnum skal skilað inn fyrir 21. maí næstkomandi.

2. Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

a. Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan Hrunamannahrepps – Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

b. Drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra

c. Drög að samþykkt Rangárþings ytra um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru

d. Drög að samþykkt um hundahald í Rangárþingi ytra

e. Drög að samþykkt um holræsi og holræsagjöld í Rangárþingi ytra

Öll drögin ( í liðum b-e) samþykkt án athugasemda með fyrirvara um að ekki verði breytingar á þeim við seinni afgreiðslu sveitarstjórnar.

– Afgreiðslu frestað til næsta fundar. b. Drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra

c. Drög að samþykkt Rangárþings ytra um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru

d. Drög að samþykkt um hundahald í Rangárþingi ytra

e. Drög að samþykkt um holræsi og holræsagjöld í Rangárþingi ytra

Öll drögin ( í liðum b-e) samþykkt án athugasemda með fyrirvara um að ekki verði breytingar á þeim við seinni afgreiðslu sveitarstjórnar.

3. Málefni Hallarinnar- Karató.

Lagt fram bréf eftirlitsins dags 14. apríl sl. ásamt niðurstöðum mælinga er fram fóru í og við Höllina þann 10. apríl sl. Þrátt fyrir stillingu hljóðvakans þann 24. mars sl. með sérfræðingi fer hávaði upp fyrir þau mörk sem stillt var á. Krafist var svara í áðurnefndu bréfi og veittur frestur til 1. maí til að skila inn athugasemdum við innihald bréfsins.

Lagt fram bréf eftirlitsins dags 14. apríl sl. ásamt niðurstöðum mælinga er fram fóru í og við Höllina þann 10. apríl sl. Þrátt fyrir stillingu hljóðvakans þann 24. mars sl. með sérfræðingi fer hávaði upp fyrir þau mörk sem stillt var á. Krafist var svara í áðurnefndu bréfi og veittur frestur til 1. maí til að skila inn athugasemdum við innihald bréfsins.

4. Heilbrigðisstofnun Selfossi vegna framkvæmdaáætlunar.

Bréf HHS dags. 31. mars sem svarbréf við bréfi embættisins dags. 23. febrúar sl. þar sem veittur var frestur til að skila inn framkvæmdaáætlun vegna Ljósheima og Sogns.

Bréf HHS dags. 31. mars sem svarbréf við bréfi embættisins dags. 23. febrúar sl. þar sem veittur var frestur til að skila inn framkvæmdaáætlun vegna Ljósheima og Sogns.

Samkvæmt bréfinu er stefnt að verklokum við nýja öldrunardeild í árslok 2006.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands undirstrikar mikilvægi þess að framkvæmdaáætlanir standist. Jafnframt mun heilbrigðiseftirlitið fylgjast grannt með og fylgja eftir brýnustu úrbótum.

5. Ráðning starfsmanns og tilhögun eftirlits í Vm.

Lögð fram umsögn Lögmanns Málflutningsskrifastofunar varðandi umsóknir um starf heilbrigðisfulltrúa í Vestmannaeyjum ásamt drögum að ráðningasamningi. Ákveðið að ganga frá ráðningasamningi við Áslaugu Rut Áslaugsdóttir í starf heilbrigðisfulltrúa í Vestmannaeyjum.

Þorvarður Hjaltason kom inn á fund og fór yfir og greindi frá tilboði í húsnæði heilbrigðiseftirlitsins hjá RF í Vestmannaeyjum. Framkvæmdastjóra SASS og HES falið að leita eftir betri samningum við Rannsóknasetur Vestmannaeyja.

Lögð fram umsögn Lögmanns Málflutningsskrifastofunar varðandi umsóknir um starf heilbrigðisfulltrúa í Vestmannaeyjum ásamt drögum að ráðningasamningi. Ákveðið að ganga frá ráðningasamningi við Áslaugu Rut Áslaugsdóttir í starf heilbrigðisfulltrúa í Vestmannaeyjum.

Þorvarður Hjaltason kom inn á fund og fór yfir og greindi frá tilboði í húsnæði heilbrigðiseftirlitsins hjá RF í Vestmannaeyjum. Framkvæmdastjóra SASS og HES falið að leita eftir betri samningum við Rannsóknasetur Vestmannaeyja.

6. Fráveitumál í Rangárþingi eystra.

Lögð fram til kynningar gögn frá verkfræðistofunni Hönnun varðandi 2. áfanga hreinsikerfis fráveitu Hvolsvallar ásamt bréfi Rangárþings eystra dags. 3. mars sl.

Einnig lögð fram drög að greinargerð HES varðandi úrbætur í fráveitumálum hjá Rangárþingi eystra.

Skv. fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum starfsmanna HES uppfylla fyrirhugaðar úrbætur sveitarfélagsins í fráveitumálum þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Heilbrigðisnefnd Suðurlands er ljóst að framkvæmdir sveitarfélagsins hafa kallað á sértækar aðgerðir þar sem ”hefðbundinn viðtaki er ekki fyrir hendi og þar af leiðandi kallað á dýrari lausnir.

Lögð fram til kynningar gögn frá verkfræðistofunni Hönnun varðandi 2. áfanga hreinsikerfis fráveitu Hvolsvallar ásamt bréfi Rangárþings eystra dags. 3. mars sl.

Einnig lögð fram drög að greinargerð HES varðandi úrbætur í fráveitumálum hjá Rangárþingi eystra.

Skv. fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum starfsmanna HES uppfylla fyrirhugaðar úrbætur sveitarfélagsins í fráveitumálum þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Heilbrigðisnefnd Suðurlands er ljóst að framkvæmdir sveitarfélagsins hafa kallað á sértækar aðgerðir þar sem ”hefðbundinn viðtaki er ekki fyrir hendi og þar af leiðandi kallað á dýrari lausnir.

Starfsmönnum falið að senda umsögn til Umhverfisráðuneytis.

7. Mál til upplýsinga og kynningar:

i. Umsögn um starfsleyfi fyrir sorporkustöð Vm. og undanþága.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 6. apríl þar sem óskað er eftir umsögn embættisins á tillögu að starfsleyfi fyrir sorporkustöð Vestmannaeyja. Einnig lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 7. apríl sl. þar sem veitt er undanþága til reksturs sorporkustöðvarinnar til 1. júlí n.k. eða þar til nýtt starfsleyfi hefur verið gefið út.

Starfsmönnum falið að svara erindinu.

ii. Undanþága vegna færslu græns bókhalds.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 7. apríl sl. þar sem Reykjagarði hf. er veitt undanþága frá skyldu til færslu græns bókhalds til 1. janúar 2005 ásamt umsögn embættisins.

iii. Undanþága vegna urðunar riðusmitaðs úrgangs.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 2. apríl sl. til Yfirdýralæknis þar sem veitt er undanþága til urðunar á hugsanlega smituðum úrgangi vegna riðuveiki í Hrunamannahreppi og Biskupstungum í Bláskógabyggð. Undanþágan gildir til

1. janúar 2007.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá vinnu eftirlitsins í sambandi við málið og framgangi þess.

iv. Aðalskipulag Ölfus.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 1. apríl sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi breytingu á aðalskipulagi Ölfus en við umfjöllun sveitarfélagsins á innsendum athugasemdum varðandi námu í Ingólfsfjalli og breytingu á verndarsvæði vatnsbóla er ljóst að breytingar hafa verið gerðar frá þeim gögnum sem heilbrigðiseftirlitið hefur um málið.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 6. apríl þar sem óskað er eftir umsögn embættisins á tillögu að starfsleyfi fyrir sorporkustöð Vestmannaeyja. Einnig lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 7. apríl sl. þar sem veitt er undanþága til reksturs sorporkustöðvarinnar til 1. júlí n.k. eða þar til nýtt starfsleyfi hefur verið gefið út.

Starfsmönnum falið að svara erindinu.

ii. Undanþága vegna færslu græns bókhalds.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 7. apríl sl. þar sem Reykjagarði hf. er veitt undanþága frá skyldu til færslu græns bókhalds til 1. janúar 2005 ásamt umsögn embættisins.

iii. Undanþága vegna urðunar riðusmitaðs úrgangs.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 2. apríl sl. til Yfirdýralæknis þar sem veitt er undanþága til urðunar á hugsanlega smituðum úrgangi vegna riðuveiki í Hrunamannahreppi og Biskupstungum í Bláskógabyggð. Undanþágan gildir til

1. janúar 2007.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá vinnu eftirlitsins í sambandi við málið og framgangi þess.

iv. Aðalskipulag Ölfus.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 1. apríl sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi breytingu á aðalskipulagi Ölfus en við umfjöllun sveitarfélagsins á innsendum athugasemdum varðandi námu í Ingólfsfjalli og breytingu á verndarsvæði vatnsbóla er ljóst að breytingar hafa verið gerðar frá þeim gögnum sem heilbrigðiseftirlitið hefur um málið.

8. Önnur mál.

Stefnt að að halda næsta fund nefndarinnar í Vestmannaeyjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40

Jón Ó. Vilhjálmsson Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson

Stefán Guðmundsson Bergur E. Ágústsson Margrét Einarsdottir

Elsa Ingjaldsdóttir