59. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 19. nóvember 2003

59. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2003 kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson, Stefán Guðmundsson, Margrét Einarsdóttir, Elsa Ingjaldsdóttir og Bergur Ágústsson í gegnum síma.

Formaður setti fund og lét bóka eftirfarandi:
” Um leið og ég set þennan fund í Heilbrigiðsinefnd Suðurlands sem nú hefur starfað í eitt ár með smá breytingum vil ég fyrir hönd Heilbrigðisnefndar Suðurlands bjóða velkomna til starfa í nefndinni Berg Ágústsson og Stefán Guðmundsson og um leið þakka þeim sem fyrir voru, Sigurði Inga Jóhannssyni og Andrési Sigmundssyni fyrir gott samstarf og vona ég að samstarfið verði jafngott og verið hefur en starfið í nefndinni hefur verið sérstakelga gott og vonandi hefur nefndin skilað árangri í samræmi við það. Þá vil ég þakka Elsu Ingjaldsdóttir sérstaklega fyrir góða skýrslu til aðalfundar SASS og styrka fjármálastjórn hjá Heilbrigðiseftirlitinu en á þingi SASS var lögð fram bókun þar sem lýst var yfir ánægju með góðan árangur í eftirlit og fjármálastjórn"

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi:

Nr. Nafn Póstfang Starfsleyfi
1 Brekkukot 801 Selfoss Endurnýjun
2 Pylsuvagninn 800 Selfoss Endurnýjun
3 Sundlaugin Sólheimum 801 Selfoss Endurnýjun
4 Hótel Kirkjubæjarklaustur 880 Kirkjubæjarkl Eigendaskipti
5 Jurtagull 801 Selfoss Ný starfssemi

Öll starfsleyfin samþykkt án athugasemda.

b) Tóbakssöluleyfi:

Nr. Nafn Póstfang Starfsleyfi
1 Pylsuvagninn 800 Selfoss Endurnýjun

Lagt fram til kynningar.

2) Ullarþvottastöðin Ístex hf.
Lagt fram bréf Ístexs ehf. dags. 11. nóvember sl. ásamt greinargerð þar sem fram kemur staða stöðvarinnar og beiðni um tímabundið starfsleyfi til ullarþvottar. Formaður greindi einnig frá fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins þann 17. nóvember sl. Almennar umræður urðu um málið.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fagnar ákvarðanatöku fyrirtækisins til lausnar málsins. Nefndin vill hins vegar benda á að málefni Ullarþvottastöðvarinnar hafa verið ítrekað til umfjöllunar á fundum nefndarinnar og telur hún sig hafa gert sanngjarnar kröfur til þess.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands heimilar þvott á ull, frá og með deginum í dag, allt að 400 tonnum sbr. áðurnefnt bréf Ístex ef., en þó eigi lengur en til 1. apríl 2004 enda verði starfsemi fyrirtækisins þá hætt í núverandi mynd. Framkvæmdastjóra falið útfærsla einstakra atriða varðandi heimildina.

3) Höllin – Karató.
Lagðar fram hávaðamælingar gerðar 19. október sl. að teknu tilliti til sjónarmiða forsvarsmanna Hallarinnar í bréfi dags. 1. október sl. Hafa fyrirtækinu verið kynntar niðurstöðurnar með bréfi dags. 22. október sl.
Einnig lagðar fram tillögur að afgreiðslu málsins frá lögfræðingi.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir áframhaldandi aðgerðir og bókar eftirfarandi:

”Á grundvelli 5. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 933/1999 um hávaða, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er starfsemi Hallarinnar – Karató ehf. Stremblugötu 13, Vestmannaeyjum takmörkuð þannig að frá kl. 23:00 til 7:00 hvern dag skal lækka hljóðstyrk hljómtæki félagsins þegar tónleikja- og dansleikjahald er í húsnæðinu þannig að ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 933/1999 séu uppfyllt þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar á húsnæði félagsins. Við nánari útfærslu á stillingu hljómtækja félagsins skal haft samráð við framkvæmdarstjóra Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. "

4) Mál til upplýsinga og kynningar:
a) Skýrsla Heilbrigðiseftirlits lögð fram á aðalfundi SASS – lögð fram til kynningar.
b) Nýjar reglugerðir – lagðar fram til kynningar.
i) rgl. nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs
ii) rgl. nr. 738/2003 um urðun úrgangs
iii) rgl. nr. 739/2003 um brennslu urgangs
iv) rgl. nr. 748/2003 um snyrtivörur
v) rgl. nr. 810/2003 um sólarlampa

5) Önnur mál.
a) Ályktanir umhverfis- og heilbrgiðismálanefndar aðalfundar SASS.
Lagðar fram til kynningar.

b) Fundur með þingmönnum Suðurlands 22. október sl.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fundinum og þeim málefnum er heilbrigðiseftirlitið kom þar fram með, m.a. var fjallað um málefni Ljósheima en í máli ráðherra kom fram að fyrirhugaðri framkvæmd vegna öldrunardeildar er í sjónmáli. Lýsti framkvæmdastjóri HES yfir áhyggjum vegna seinagang málsins við þingmenn Suðurlands.

c) Umræður urðu um samning HS og RF varðandi samning þeirra á milli er rennur út í árslok. Framkvæmdastjóra falið að koma með drög að samningi fyrir næsta fund og/eða álit RF.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15.

Jón Ó. Vilhjálmsson Guðmundur Elíasson Margrét Einarsdóttir
Pétur Skarphéðinsson Stefán Guðmunsdsson Gunnar Þorkelsson
Elsa Ingjaldsdóttir Bergur Ágústsson (símleiðis)