46. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 17. september 2002

46. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 17. september 2002, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Vilhjálmsson, Andrés Sigmundsson, Guðmundur Elíasson, Gunnar Þorkelsson, Heimir Hafsteinsson, Þórhildur H. Þorleifsdóttir.

Ennfremur Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Pétur Skarphéðinsson var kosin samhljóða fundarstjóri fram yfir formannskjör.

Voru fundarmönnum ljós ákvæði sveitarstjórnarlaga er varða fyrsta fund nýrrar nefndar.

1) Kosning formanns og varaformanns.

Jón Vilhjálmsson og Heimir Hafsteinsson gáfu báðir kost á sér til formennsku. Gunnar benti á að störf nefndarinnar ættu að vera ópólitísk og fagleg.

Jón Vilhjálmsson kjörinn formaður nefndarinnar með 4 atkvæðum af 6.

Einn seðill auður.

Heimir Hafsteinsson kosinn varaformaður nefndarinnar með 4 atkvæðum, Þórhildur H. Þorleifsdóttir eitt atkvæði og einn seðill auður.

Formaður nefndarinnar tók við fundarstjórn.

2) Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2001.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir árskýrsluna og gerði grein fyrir starfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands auk þess að afhenda nýrri nefnd almennar upplýsingar um starfið.

3) Yfirlit eftirlits.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits og fór yfir stöðuna.

4) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Starfsleyfi.

 

1
 
Suðurlandssól
 
800 Selfss
 
eig.skipti
 
2
 
Edinborg, gistiheimili
 
861 Hvolsvöllur
 
Endurnýjun
 
3
 
Réttin, Úthlíð
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
4
 
Ljósafosslaug
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
5
 
Sundlaugin Öndverðarnesi
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
6
 
Reykhúsið Útey
 
840 Laugarvatn
 
Endurnýjun
 
7
 
Vinnustofan Gagnheiði
 
800 Selfss
 
Endurnýjun
 
8
 
Leikskólinn Kátaborg
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
9
 
Menntaskólinn Laugarvatni
 
840 Laugarvatn
 
Endurnýjun
 
10
 
Tónlistarskóli Árnesinga
 
800 Selfss
 
Endurnýjun
 
11
 
Íþróttahúsið v/Sólvelli
 
800 Selfss
 
Endurnýjun
 
12
 
Íþróttasalurinn Gagnheiði
 
800 Selfss
 
Endurnýjun
 
13
 
Íþróttahúsið Stokkseyri
 
825 Stokkseyri
 
Endurnýjun
 
14
 
Staður
 
820 Eyrarbakki
 
Endurnýjun
 
15
 
Sundlaug Stokkseyrar
 
825 Stokkseyri
 
Endurnýjun
 
16
 
Sundhöll Selfoss
 
800 Selfss
 
Endurnýjun
 
17
 
Kirkjubæjarskóli Síðu
 
880 Skaftárhr.
 
Endurnýjun
 
18
 
Þingborg v/félagsh og leiksk.
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
19
 
Grunnskólinn
 
810 Hveragerði
 
Endurnýjun
 
20
 
Skálholtsskóli
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
21
 
Gaulverjaskóli
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
22
 
Laugalandsskóli
 
851 Hella
 
Endurnýjun
 
23
 
Félagsheimilið Þjórsárveri
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
24
 
Snyrtistofa Ólafar
 
800 Selfss
 
Endurnýjun
 
25
 
Hvolsskóli
 
860 Hvolsvöllur
 
Endurnýjun
 
26
 
Heimaland, félagsheimili
 
861 Hvolsvöllur
 
Endurnýjun
 
27
 
Set ehf.
 
800 Selfss
 
Endurnýjun
 
28
 
Húsasmiðjan
 
900 Vestm.eyjum
 
eig.skipti
 
29
 
Allt í hund og kött, gælud.versl.
 
800 Selfss
 
eig.skipti
 
30
 
Leikskólinn Lind
 
840 Laugarvatn
 
Endurnýjun
 
31
 
Leikskólinn Laugalandi
 
851 Hella
 
Endurnýjun
 
32
 
Íþróttamiðstöðin Reykholti
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
33
 
Leikskólinn Ólátagarður
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
34
 
Gnúpverjaskóli
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
35
 
Móar hf. v/Ásgautsstaða
 
825 Stokkseyri
 
Endurnýjun
 
36
 
Móar hf. v/Þórustaða
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
37
 
Móar hf v/Miðfells
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
38
 
Móar hf v/Þrándarlundar
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 
39
 
Ferðaþjónustan Völlum
 
871 Vík
 
ný starfsemi
 
40
 
Pizzahöllin
 
815 Þorlákshöfn
 
ný starfsemi
 
41
 
Steikhús Selfoss
 
800 Selfss
 
ný starfsemi
 
42
 
Versalir – samkomusalir
 
815 Þorlákshöfn
 
ný starfsemi
 
43
 
Suðurverk v/vinnubúða Þórisósi
 
201 Kópavogur
 
Ný starfsemi
 
44
 
Kjúklingabúið Vor, Vatnsenda
 
801 Selfoss
 
ný starfsemi
 
45
 
Þórustaðir svínabú
 
801 Selfoss
 
ný starfsemi
 

Starfsleyfin samþykkt án athugasemda nema st.l. nr. 40 og 41, afgreidd með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

b) Tóbakssöluleyfi.

 

1
 
Steikhús Selfoss
 
800 Selfoss
 
Nýtt
 

Samþykkt með fyrirvara sbr. starfsleyfi nr. 41.

5) Framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiseftirlits í Vestmannaeyjum.

Lagt fram á fundi vinnuskjal frá fundi 9. september í Vestmannaeyjum með Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra RF, Heiðu Pálmadóttur, RF, Arnari Sigmundssyni f.h. sjálfseignarstofnunar RF í Vestmannaeyjum, Heimi Hafsteinssyni f.h. Heilbrigðisnefndar Suðurlands og Elsu Ingjaldsd. f.h. Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Heimir Hafsteinsson gerði grein fyrir fundinum og upplýsti fundarmenn um stöðu mála.

Almennar umræður urðu um málið.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að vinna að samkomulaginu frekar m.t.t. framlengingar samnings til júníloka 2003, en jafnframt verði hugað að á tímabilinu heppilegra fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits í Vestmannaeyjum.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að leggja fram drög að nýju samkomulagi varðandi Heilbrigðiseftirlit í Vestmannaeyjum fyrir næsta fund nefndarinnar.

6) Mál til upplýsinga og kynningar.

a) Bókanir frá aðalfundi SASS er varða Heilbrigðisnefnd/Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Lagt fram til upplýsinga.

Nokkrar umræður urðu um framtíðarskipan matvælaeftirlits í landinu.

b) Endurnýjun á starfsleyfi Sorpstöðvar Suðurlands.

Lagt fram til upplýsinga.

c) Úrskurður Skipulagstofnunar um umhverfismat vegan vikurnáms á Mýrdalssandi.

Lagt fram til upplýsinga.

d) Fundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða 27. september nk.

Til upplýsinga.

7) Önnur mál.

  i) Skipun fulltrúa Heilbrigðisnefndar Suðurlands í vinnuhóp á vegum SASS um endurskoðun á hlutverki þess. Ákveðið að Gunnar Þorkelsson verði fulltrúi Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

ii) Ákveðin fundartími nefndarinnar er þriðji miðvikudagur í mánuði

kl. 14.00

iii) Heimir Hafsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:

" Um leið og ég vil þakka þeim nefndarmönnum sem starfað hafa með mér sl. 2 ár í Heilbrigðisnefnd Suðurlands gott og árangursríkt samstarf, vil ég í leiðinni tilkynna að ég hef ákveðið að segja mig úr Heilbrigðisnefnd Suðurlands að þessum fundi loknum. Ástæða þess er sú fyrst og fremst að ég hlýt að túlka úrslit formannskosninga í byrjun fundar sem beint vantraust á mig og mína vinnu sem formanns nefndarinnar sl. tvö ár. Ég ætla að hinsvegar að vona að með þessum miklu breytingum á skipan nefndarmanna ásamt einnig mikilli andstöðu framkvæmdastjóra SASS við nauðsynlegar skipulagsbreytingar á starfsemi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sé ekki stefnt í hættu þeirri miklu og góðu vinnu er verið hefur í gangi síðan árið 1999 við endurskipulagningu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands."

Heilbrigðisnefnd Suðurlands þakkar Heimi góð og farsæl störf í nefndinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50.

Andrés Sigmundsson Guðmundur Elíasson

Gunnar Þorkelsson Heimir Hafsteinsson

Þórhildur H. Þorleifsdóttir Pétur Skarphéðinsson

Elsa Ingjaldsdóttir Jón Vilhjálmsson