41. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 19. mars 2002

41. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn, 19. mars 2002 að Austurvegi 56, Selfossi, kl. 14.00.

Mætt: Heimir Hafsteinsson, form., Svanborg Egilsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Íris Þórðardóttir, Sesselja Pétursdóttir og Guðmundur Elíasson fulltrúi atvinnurekanda.
Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og Pétur Skarphéðinsson, héraðslæknir.

Formaður setti fund og bauð Guðmund Elíasson velkominn til starfa í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Síðan gengið til dagskrár.

Dagskrá:

1) Starfsleyfi og tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu.

 a) Starfsleyfi:

Nafn Póstfang Starfsleyfi
Hársnyrtistofa Elísabetar Grænumörk 5, Selfossi Endurnýjun – útg.
Kaffi Krús Austurvegi 7, Selfossi Endurnýjun – útg.
Stefanía ehf. (Duggan) Hafnarskeiði 7, Þorlákshöfn Endurnýjun – útg.
Jarðgull, soð- og sósugerð Austurmörk 20, Hveragerði Nýtt
Ísfélag Þorlákshafnar v/Kuldabola Hafnarskeiði 12, Þorlákshöfn Breyting á starfsemi
Þ.G.B. bílar ehf., bílaverkstæði Hlíðarvegi 2-4, Hvolsvelli Nýtt
Reykjadalur, gistiheimili Hveramörk 14, Hveragerði Eig.skipti
Landss./háskólasjúkrahús v/vistheimilis Gunnarsholti, 851 Hellu Endurnýjun
Fiskey, lúðueldi Nesbraut 25, Þorlákshöfn Eig.skipti
Vatnsveita Grímsnes- og Grafningshrepps Borg, Grímsnesi Nýtt
Starfsleyfi samþykkt án athugasemda nema Reykjadalur, gistiheimili, og Fiskey, fiskeldisstöð, sem samþykkt eru með fyrirvara um jákvæða úttekt starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins. Afgreiðslu á vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps frestað þar til vatnsverndarsvæði liggja fyrir á skipulagi og vatnsvottorð sem sanna gæði vatnsins.
b) Tóbakssöluleyfi:

Nafn Póstfang Starfsleyfi
Kaffi Krús Austurvegi 7, Selfossi Nýtt
Stefanía ehf. (Duggan) Hafnarskeiði 7, Þorlákshöfn Nýtt

Samþykkt án athugasemda.

2) Gjaldskrár og samþykktir sveitarfélaga.

    a) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpförgun í Mýrdalshreppi fyrir árið 2002.Gjaldskráin samþykkt án athugasemda.b) Gjaldskrá fyrir hundahald í sveitarfélaginu Árborg.Endursend leiðrétt gjaldskrá frá síðasta fundi.Gjaldskráin samþykkt án athugasemda.

3) Yfirlit eftirlits.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits og greindi frá stöðu þess. Greindi einnig frá ítarlegri skráningu eftirlits.

4) Bréf Hollustuverndar ríkisins dags. 11.3.02, um eftirlit með meðferð og dreifingu garðávaxta.
Lagt fram til upplýsinga, en fram kom að aukning eftirlits og aukinn störf vegna eftirlits með framleiðendum garðávaxta verði umtalsverð þar sem á svæði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru margir slíkir framleiðendur.
Framkvæmdastjóra falið að beina þeim tilmælum til Hollustuverndar að stofnunin útbúi þær viðmiðunarreglur sem hún leggur til í bréfi sínu.

5) Bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. mars 2002 um veitingahús í Löngulág, Vm., og svarbréf HES dags 14. mars sl.
– Til upplýsinga.

6) Mál til upplýsinga og kynningar.

    a) Samantekt Sambands ísl. sveitarfélaga á kostnaði við starf heilbrigðisnefnda.- Til fróðleiks. Umræður urðu um samantektina en ekki var tekið tillit til starfslokasamnings fyrrverandi framvæmdastjóra og kostnaðar samfara honum í tölum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

7) Önnur mál.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands lýsir yfir ánægju sinni með nýkjörin fulltrúa atvinnulífsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Guðmund Elíasson, og væntir góðs samstarfs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Sesselja Pétursdóttir
Svanborg Egilsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Guðmundur Elíasson
Elsa Ingjaldsdóttir